Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 25
25
Gnúpverjahreppur.
Glóra. Svo í A. M. og framburði nú. Er víst sama orðið og
glör í norsku = trjálaus blettur í skógi, rjóður, sbr. norska orð-
ið Lysne.
Skaptaholt. Svo í Ln, og þykir rétt að taka það nafn upp,
eins og Kampaholt o. fl. samkynja nöfn, þar sem a hefur fallið
burtu í nútíðarframburði.
Núpur (Stóri Núpur). Þar í sveitum er bærinn ávalt kallaður
Núpur, ekki Stóri Núpur. Minni Núpur er nú niður lagður og er
þá því síður þörf á »Stóri«.
Hrunamannahreppur.
Eeylcjardalur (Keyljadalur). Reykjardalur í Vilkinsmáld (Fbrs.
IV.), A. M. og víðar, síðar Reykjadalur, og svo borið fram nú, eins
og altítt er, að r falli burt í framburði, þá er svo er ástatt sem hér.
Hrunákrókur (Runakrókur). I landi jarðar þessarar er hæð, sem
enn er kölluð Runi, og menn þykjast sjá galtarlögun á(runi = göltur
í fornu máli1.) Er lítill vafi á, að Hrunakrókur hafi nafn sitt þaðan.
Grafarlakki [BakkiJ. Bakki er jörðin nefnd í fornskjölum t. d.
Hrunamáld. frá c. 1331 (Fbrs. II.). Var síðar kenndur við Gröf til
greiningar frá samnefndum jörðum; nú jafnan sagt Grafarbakki og
hefur lengi verið.
Hólar (Hrepphólar). Hólar í Ln., A. M. og víðar, ávallt svo
nefndir þar í sveitum, sbr. Hólakot, Hólabnúkar o. s. frv. I vísi-
tazíubókum Skálholtsbiskupa eru ávallt nefndir Hólar, þangað til í
tíð Hannesar biskups, er fyrstur talar um Hrepphóla í vísitazíu
1787, en áður hafði þó nafn þetta tíðkazt hjá utansveitarmönnum til
greiningar frá öðrum samnefnum.
Kópsvatn [Kóksvatn]. Kogs- í Vilkinsmáld. (Fbrs. IV.), Koks- í
Fbrs. VIII. í A. M. og ávallt síðan Kópsvatn. Líklega er Kóks-
vatn upphaflega nafnið (kókur= hani) sbr. Kókslæk í Fljótshlíð.
í framburði er lítíll munur á Kóks- og Kóps-, hvorttveggja borið
fram Kóss-. Þess vegna geta nafnaskiptin auðveldlega hafa gerzt.
Skollagróf (Gróf). Skollagróf, sbr. jarðabækurnar, er vafalaust
upprunalega heitið, en þar í sveitinni er bærinn ávallt nefndur
Gróf, og fjallið, sem haun er undir, Grófarfjall.
Haukholt (flt.). í Ln. er sagt, að þeim feðgum Þorbrandi og
Ásbrandi syni hans, er námu Haukadal fyrir ofan Stakksá í Biskups-
1) Eptir npplýsingum frá séra G. H.