Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 97
Skýrsla.
I Aðalfundur hins íslenzka Fornleifafjelags 1922.
Samkvæmt auglýsingu í dagblöðum og sjerstöku fundarboði til
allra fjelagsmanna i Reykjavík var aðalfundur Fornleifafjelagsins
1922 haldinn mánudaginn 16. dag októbermánaðar, kl. 5 síðdegis,
í lestrarsal Þjóðskjalasafnsins. Formaður fjelagsins minntist tveggja
látinna fjelagsmanna, Gruðmundar prófasts Helgasonar og Magnusar
prófasts Andrjessonar; tóku fundarmenn undir það með því að standa
upp úr sætum sinum.
Þá skýrði formaður frá framkvæmdum fjelagsins á umliðnu
og yfirstandandi ári, og lagði fram endurskoðaðan reikning yfir
tekjur og gjöld fjelagsins árið 1921, sem prentaður er hjer á eptir.
Átti fjelagið í árslok 2800,00 kr. í verðbrjefum og rúmar 1800 kr.
í sparisjóði í Landsbankanum; en það fje handbært, sem fjelagið átti
við árslok, og ríkissjóðsstyrkur fjelagsins á yfirstandandi ári, 1922, kvað
hann væri nú hvorttveggja eytt til útgáfu árbókarinnar fyrir 1921—1922,
er út kom síðast liðið vor. — Sbr. reikninginn fyrir 1922, sera einnig
er prentaður hjer á eptir.
Loks skýrði formaður frá því, að hann hefði samkvæmt sam-
þykt síðasta aðalfundar sókt til Alþingis um aukinn styrk til fjelags-
ins; sbr. brjef formanns, dags. 27. febr. 1922, sera er prentað hjer á
eptir. Kvað hann umsóknina engan árangur hafa borið. — Fundur-
inn fól formanni að sækja á ný um styrk til örnefnarannsóknanna.
I stað hina fráfallna fulltrúa, Guðmundar prófaats Helgasonar,
var kosinn í fulltrúaráðið ritari fjelagsins, Olafur prófeasor Lárusson,
til aðalfundar 1925.
Fleira var ekki aðhafst. Eptir að fundargerð hafði verið Bam-
þykt og undirrituð sagði formaður fundi elitið.
7