Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 88
88
Norður-Múlasýsla.
Skeggjastaðahreppur.
Smyrlafell (Fell). í Fbrs. II (1270) og IV (Vilkinsmáld.) Smyrla-
fell, en Fell að eins í visit. Br. Sv. 1641 (Skeggjastaðir) og síðan,
nema í matsbókinní Smyrlafell, og er það sett hér sem aðalnafn.
Vopnafjaröarhreppur.
Vindfell [Vindfulla]. Vindfulla (»fyrir Vindfullu landi«) er i
Fbrs. III (Refstaðarmáld. 1367) og IV (Vilkinsmáld.). Vindfullur í
visit Br. Sv. 1641 (Refstaður), Vindfell í Jb. 1696 og síðan.
Krossavík [Ytri KrossavíkJ. Geitir Lýtingsson og Þorkell son
hans bjuggu í Krossavík hinni ytri segir í Vopnflrðingasögu. Síðar
var jörðin nefnd að eins Krossavík.
Syðri Vik [Innri KrossavíkJ. I Krossavík hinni innri bjó Ey-
vindur vopni landnámsmaður, sbr. Ln. Sú jörð nefndist síðar
Syðri Vík.
Skjaldteinsstaðir. í bréfl frá 1539 (Fbrs. X) er nafn jarðar-
innar Skjallteinsstaðir, en Skjaldteinsstaðir í visit. Br. Sv. 1641
(Refstaðarvisitazíu), og er annaðhvort þessara nafna rétta nafnið, en
Skjaldteins- jafnvel sennilegra, og er það tekið upp. Skjaldteinn
einnig líklegra viðurnefni en skjallteinn. í Fbrs. VII, Skialldtings-
staðir, en sú mynd er ekki gömul, því að nafnið er ritað utan á
bréfið með nýrri hendi segir A. M. I Jb. 1696 og verzlunarskýrslum
1735 er nafnið ritað Skialltings, manntalsbókum N Múlasýslu 1803
Skjaldþings og í manntali 1703, 1762, Johnsen, 1861 og matsbók
Skjalþings-, allt afbakanir úr Skjaldteins- eða Skjallteins-.
Eauðhólar. Rauðs í mannt.bók N. Múlas. 1803, Johnsen og
1861, en Rauðhólar í manntali 1703, verzlunarskýrslu 1735 og
matsbókinni, og svo er jörðin líklega nefnd nú = Rauðahólar. Rauða-
björg þar í grennd nefnd í Vilkinsmáld.
Refsstaðir. Hét svo að fornu, sbr. Ln., en varð Refstaður, þegar
þar varð prestssetur, og svo er nefnt í 1861. Réttara að halda
gamla nafninu, enda svo gert í matsbókinni.
Svínabakki. Svínabakki í Refsstaðarvisitazíu Br. Sv. 1641, Jb.
1696, verzlunarskýrslu 1735 og manntbók N. Múl. 1803, en Svína-
bakkar í Johnsen, 1861 og matsbókinni, og eflaust svo nefnt nú,
en Svínabakki er eflaust upphaflegra.
Hrafnsstaðir. I Fbrs. V (1465) Hrafsstaðir, sem fremur bendir
á Hrafns- en Hrapps-, enda er Hrafnsstaðir í visit. Br. Sv. 1641