Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 11
ll
lambabligur hór. I Noregi eru og örnefnin Bliighsrud og Bliigsætr
(nú Blikset) sbr. Fritzner og Lind, einmitt samkynja þessum nöfnum
Lambabligs og Utiblígs, og með sömu framburðarbreytingu, i breyzt
í i og g í k. Þykist eg sannfærður um, að skýringin á þessum jarða-
nöfnum er rétt, og að hiklaust eigi að setja Lambablígsstaði í stað
hinna fornu afbakana (Lambabliks-, Lambableiks- o. s. frv.), og það
því fremur, sem eg fann nafnið Utiblígsstaðir í handriti Daða fróða,
eptir að rannsókninni um nöfn þessi var lokið og þessu slegið föstu
(sbr. aths. við Útiblígsstaði). Liklega eru örnefnin Bleiksdalur á
Kjalarnesi og Bleiksmýrardalur í Fnjóskadal á sama hátt = Bligs-
dalur og Blígsmýrardalur.
Esláey (Selbákki) Eskiey er réttara en Eskey, sem jörðin hefur
opt verið kölluð. Bærinn hefur verið fluttur fyrir skömmu á stað
þann er Selbakki hét, og nefnist svo optast nú þar í sveit; mætti
því standa sem aukanafn, þótt F. hafl sleppt því.
Heinaberg er rétta nafnið, sbr. Heinabergsá í Ln. Heiðna- í
Johnsen og víðar er rangt.
Borgarhafnarhreppur.
Smyrlabjörg er rétta nafnið. Smyrlabjargir í Johnsen rangmæli.
Á að ritast: Smyrla- ekki Smirla-.
Heggsgerði. Heggs- er rétta nafnið, eflaust af mannsnafninu
Heggur, sbr. Heggsgerðismúli í Hauksbók og Melabók, en Hreggs-
í Sturlubók, sem er skakkt. Heggs- einnig í Fbrs. II (Borgarhafnar-
máldaga um 1343) og IV (Vilkinsmáldaga), en þar misritað Hegsgarði
(Hegsgarður). Síðar afbakaðist þetta í Hestgerði, sem ætti alveg að
falla niður.
Innra Kálfafell. Svo heitir jörðin þegar í Jb. ísl. Ein. (1708)
og enn i 1861.
Eeynivellir [Reynivöllur]. Hét fyrrum Reynivöllur: Fbrs. III, IV
(Vilkinsmáldaga), en nafnið breyttist snemma í Reynivelli.
Hofshreppur.
Kvísker (flt.) [Kvídrsksr?]. Myndirnar Kvísker og Kvíasker báðar
í Fbrs. IX. Kvísker í Jb. 1696, Jb. ísl. Ein. (1708) o. s. frv. En í
Johnsen, 1861 og matsbók Tvísker, sem er alrangt, þótt F. setji það
í sviga sem gamla nafnið(!) Líklega er Kvisker stytting úr Kvíársker
(Kvíársker-, Kviarsker-, Kvíasker-, Kvísker). Kviá (sbr. Ln.) rennur
rétt hjá bænum. Með því að Kvíársker er getgáta, þótt sennileg sé,
þykir rétt að setja nafnið með vafamerki(?)
Hnappavellir [Knappafell]. Knappavöllur i Njálu, síðar Hnappa-
völlur, og svo Hnappavellir. Elzta myndin virðist þó hafa verið