Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 96
96
sem eru rangar myndir, þótt þær komi stundum fyrir, einkum
Geithellar.
Veturhús (flt.). Svo í Jb 1696, mannt. 1703, sálnaregistrum Háls-
sóknar um 1840, og í matsbókinni, einnig sem aðalnafn í 1861.
Vesturhús hjá Johnsen og varanafn í 1861 er víst rangt.
Stekkahjdleiga. Svo í sálnaregistrum Hálssóknar 1840—1850, og
í matsbókinni, en Stekk3- í Johnsen og 1861 líklega skakkt.
ATHUGrASEMD.
Við Svarbæli í Húnavatnssýslu (bls. 60) þarf að athugast, að getgátan um
Svarfhæli, sem eldra heiti jarðarinnar, ætti að vera milli [], en ekki í svigum. Jafn-
framt skal þess getið, að Johnsen nefnir jörðina Svarbæli, eins og A. M. og mann-
talsbækur Húnavatnssýslu um 1740 o fl., en 1861 og matsbókin Svarðbæli.
I sambandi við aths. um jörðina Lágafell í Austur-Landeyjum (bls. 17), sem
getur ekki verið rétt heiti jarðarinnar samkvæmt landslagi, vil eg geta þess, að sama
virðist eiga sér stað að minnsta kosti um eina jörð i Árnessýslu, Smjördali i Sand-
víkurhreppi. Þar eru eDgir dalir í nánd, og landið er allt flatt mýrlendi, enda er
engin jörð í öllum Flóanum (6 hreppum) kennd við »dali« nema þessi eina. Mér hefur
þvi komið til hugar, að hið rétta heiti þessarar jarðar væri Smjördœlir (sbr. Langar-
dælir þar i grenndinni), þvi að það nafn kemur ágætlega heim við landslagið. Nafn-
ið Smádalir, sem sumir hafa tekið upp á siðustu árum sem heiti á jörðinni, er hégóma
tilbreyting, sem á engan rétt á sér og engin heimild er fyrir. Annars væri ástæða til
að athuga sérstaklega, sem lítt hefur verið gert í þessari ritgerð, hvort ekki væru
víðar á landinu ýms bæjaheiti, sem alls ekki geti verið rétt samkvæmt landslaginu,
en til þess þarf sérstakan kunnugleika á staðháttum hvers héraðs, og allmikið vand-
hæfi á að dæma nöfn röng eingöngu eptir staðháttunum, nema mjög gildar ástæður
séu fyrir hendi, eins og mér virðast vera bæði fyrir Lágavelli i Landeyjum og Smjör-
dælum í Flóa í stað Lágafells og Smjördala.