Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 51
51
Dyvjandi (kvk). í sveitinni er nafnið nú ýmist haft karlkyns
eða kvennkyns, lengra frá optast karlkyns. En enginn vafi er á,
að orðið er að réttu lagi kvennkyns, og sézt það glöggvast og óræk-
ast á því, að áin heitir Dynjandisá, fossinn Dynjandisfoss og heiðin
Dynjandisheiði.
Lokinhamrar. Svo er nafnið rétt, sbr. Sturl. og ýmsar fleiri
heimildir. Loðkinnu- veit eg ekki, að hafl við neitt að styðjast.
Þingeyrarhreppur.
Selvogar. Selvogar í Sturl., Fbrs. III. og IV., Visit. Br. Sv.
1639 (Hrauni í Keldudal), Jb. 1696 ogA.M., en A. M. getur þess, að
sumir nefni Svalvoga, og svo hefur jörðin jafnan síðan néfnd verið,
en er afbökun, sem ætti að falla niður, þótt F. setji það i sviga
sem eldra nafn.
Mýrahreppur.
Lœkur (Ástríðarlœkur). Ástriðarlækur er aðalnafnið hjá A. M.
en sagt, að þá sé almennt sagt Lækur.
Mosvallahreppur.
Þórólf8staðir. Þórólfs- í Holtsmáld. 1377 (Fbrs. III). A. M., John-
sen og 1861 nefna bæði Þórólfs- og Þóru-.
Innri Veðrará. Ytri Veðrará. Nafn þessara jarða er í öllum
heimildum: Veðrará (þ. e. Hrútsá) eða Veðraá (þ. e. Hrútaá, Hrútá;
sú mynd t. d. í Holtsvisitasíu Br Sv. 1639). Veðrar er eignarfall af
veður (hrútur), sbr. veðrarhorn, veðrarlamb; það er eflaust rangt, að
jarðirnar séu kenndar við rá = horn, eins og getið er til í Safni
IV, 915, enda er myndin Veðraá á móti því.
Suðureyrarhreppur.
Kviarnes. Svo heitir jörðin réttu nafni. Hvítanes í F. óþægileg
prentvilla.
Gilsbrekka [Geirsbrekka]. Geirsbrekka í Fbrs. II, III, IV (Vilkins-
máld.) og Visit. Br. Sv. (Stað í Súgandaf. 1639). Gilsbrekka í Jb.
1696, A. M. og síðan, og er því látið haldast, þótt Geiis- sé upp-
haflegra.
4*