Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 15
15
að það hefur jafnvel enn minni rétt á sér en Skarnnes, með því
að Skagnes er að eins afbökun af því.
Kaldaðames [Kallaðarnes]. Kaldarnes í Alþb. ísl. IV (1617) og
Mannt. 1703. Kaldranes í Jb. 1696 og Mannt. 1801. Kaldrananes í
Johnsen, 1861 og matsbók, en Kaldaðarnes í Mannt. 1762 og skýrslu
sóknarprestsins 1794. Kaldaðar- og Kaldar- bendir ótvírætt á frum-
nafnið Kallaðarnes, sbr. samnefnda bæi í Árnessýslu og Stranda-
sýslu. Kaldrananes sama afbökun hér, eins og í Strandasýslu, hefur
afbakazt svo úr Kaldranesi, og það úr Kaldarnesi o. s. frv.
Dyrhólahreppur.
Dyrhólar [Dyrhólmar]. Forna nafnið Dyrhólmar (sbr. Njálu)
hélzt fram á 16. öld, en úr því optast Dyrhólar.
Ytri Sólheimar [Loðmundarhvammur]. Gamla nafnið Loðmundar-
hvammur (sbr. Ln.) hefur mjög snemma lagzt niður, líklega á 10.
eða 11. öld. Á dögum Loðmundar gamla hafa Ytri- og Eystri Sól-
heimar m. m. verið ein og sama jörðin (Loðm.hvammur) síðar nefnzt
Sólheimar og loks skipzt sundur.
Holt [Keldudalsholt]. Upprunalega heiti jarðarinnar mun vera
Keldudalsholt, sbr. máldaga kirkjunnar þar í Fbrs. I (fyrir 1200).
Jón Sigurðsson hefur ætlað (Fbrs. I, 251) að Keldudalsholt væri
sama sem Keldudalur, en það mun byggt á misskilningi. Dr. Jón
Þorkelsson þjóðskjalavörður, sem er nákunnugur á þessum slóðum,
telur vafalaust réttara, að Keldudalsholt muni vera = Holt í Mýr-
dal, næsti bær við Keldudal. í Holti var með vissu kirkja eitthvað
fram eptir öldum, en ekki kunnugt, að kirkja hafi verið í Keldudal.
Þykir því vafalítið, að Keldudalsholt sé fremur eldra nafn á Holti
en á Keldudal, þótt F. setji það hinsvegar.
Rangárvallasýsla.
Austur-Eyjafjallahreppur.
Klömbur. (kvk. eint.) Svo í Jb 1696. A. M. og Fbrs. II. í Fbrs. III er
orðið haft í fleirtölu »Klambraland«. Sbr. nánar Klömbur í Húnavatns-
sýslu.
HörðasJcáli. Svo í Fbrs. II og III (Hardeskalle). í A. M. er
jörðin nefnd Hörðuskáli, en sem varanafn Hefðarskáli, sem vitanlega
er tilbúningur út í loptið.
Núpákot [Gmipar]. í máldaga Steinakirkju frá c. 1332 (Fbrs.
II) er sagt, að kirkjan eigi land »at Gnúpum«. Það er sama og
síðar var kallað Núpakot, er var eign Steinakirkju. En Þorvaldseyri