Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 60
60
Úti-Blígs- eða Útiblígs- yerður ekki sagt með vissu, enda skiptir það
ekki svo miklu.
Svarbæli (Svarfhœli?). Svarbæli í A. M , manntalsbókum Húna-
vatnsýslu um 1740 og víðar. En Johnsen, 1861 og matsbókin hafa
Svarðbæli, sem mun eiga að vera skýring á hinu, en er varla rétt.
Að Svarðbæli sé = Svartbæli eða Svartsbæli er hæpið eða meira
en það. Sennilegast er, að rétta myndin sé Svarfhæli, sbr. Svarf-
hóll, sem á einum stað hefur orðið í framburði að Svarból (einnig
svo ritað í rbrs. VI, Svarfhóll í Alptafirði vestra), og er það t. d.
í samræmi við framburðarbreytingu á jörðinni Kálfhóli á Skeiðum,
sem almennt er nefnt Kálból (á Kálbóli, Kálfbóli, b komið í staðinn
fyrir h). Svarfhæli væri þá myndað á sama hátt og Vindhæli
(Vindæli) og svipaðrar merkingar (þ. e. sem vindar þyrlast (svarfast)
í kringum). En þar sem þetta er þó ekki með öllu víst er Svarbæli
(eptir A. M.) sett sem aðalnafn, en Svarfhæli sem varanafn með
spurningarmerki.
Melstaður [Melur]. Hét Melur að fornu, en varð síðar að Mel-
stað (Melsstað), sem prestsetur og kirkjustaður.
Kirkjuhvammshreppur.
Gnýstaðir. Svo í Fbrs. III., VII., IX. og A. M., en þó einnig
Nýstaðir í Fbrs. VI., IX. og Jb. 1676 Rétt að halda myndinni
fornu, úr því að hún hefur haldizt til þessa tíma (sbr. Johnsen, 1861
og matsbókina), þótt ýms önnur bæjanöfn séu rituð gr-laust á undan
n, af því að g hefur fallið snemma burt úr þeim t. d. Núpur, Neista-
staðir, Nollur o. s. frv.
Þverárhreppur.
Kattardalur. Svo í Jb. 1696 og A. M., Katadalur í Johnsen og
1861, en Katardalur i manntalsbókum Húnavatnssýslu um 1740 og
matsbókinni. Kattar liklega rétta nafnið.
Hamdisvik. í Auðunnarmáld. (1318), Jóns skalla (1360) og
Péturs (1394) í Fbrs. II. og III. Hamdis-, í Ólafsmáldaga (1461, Fbrs.
V.) Hanndis-. Svo hefur þetta Hanndis- breyzt í Hindis-, sbr. A. M.,
er segir að jörðin Vík sé af sumum kölluð svo (þ. e Hindisvík)
eins og að fornu, en Vík kemur einnig fyrir í gömlum bréfum.
Jb. 1696 hefur að eins Vík, og svo var jörðin optast nefnd á 18.
öld, en síðar varð Hindisvík almennara, en ætti nú að falla niður,
þar sem það er ekki annað en afbökun.
Ægisíða. Svo í Ln., og eflaust rétt ritað þannig, en ekki
Ægissiða.