Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 21
21
Ásahreppur.
Auðnuhóll (Unuhóll). A. M. hefur Auðnhóll, er síðar breyttist i
Unuhól, sbr. sálnaregistur frá Kálfholti 1790, borið fram Unhóll.
Kvenmannsnafnið Auðna er í Fiateyjarbók. Réttast að setja Auðnu-
hól sem aðalnafn, en Unuhól sem hliðstætt varanafn.
Þorbjarnarkot (Tobbakot). A M. hefur Þorbjarnarkot, síðar breytt
í Tobbakot.
Húsar [Gásahús]. Húsar í Jb. 1696, A. M , Johnsen og 1861 og
ávallt svo nefnt nú, en forna nafnið hefur verið Gásahús (Gæsahús),
er kemur fyrir í gömlum Oddamáldögum, bæði frá c. 1270 (Fbrs. II),
og í Vilkinsmáld. (Fbrs. IV).
Herríðarhóll (Herra) Nafnið Herra í Jb 1696, A. M. og Johnsen
(sem varanafn). Herríðarhóll í sálnaregistri Kálfholts 1792, Johnsen
og 1861. Herra er sennilega stytting úr þvi.
Hárlaugsstaðir [Háleygsstaðir?]. í Jb 1696, A. M. og víðar er
nafn jarðarinnar Hárlaugsstaðir, en Finnur Jónsson segir (Safn IV),
að í A, M. (frumritinu) standi flarlaugs-, en það hefði átt að sjást
svo í prentuðu bókinni. I Fbrs. X (1541), Manntali 1729 og Johnsen
er það ritað Harlaugsstaðir, og á einum stað koma fyrir Harðlaugs-
staðir. Nöfnin Hárlaugur og Harðlaugur fyrirfinnast ekki, en hins-
vegar Herlaugur, en fremur ólíklegt er, að Herlaugsstaðir sé upp-
runalega heitið, enda hefur það enga stoð í nútíðarframburði. Senni-
legra er Háleygsstaðir (af mannsnafninu Háleygur), sbr. jörð í Skaga-
firði, er á miðöldunum nefndist Alexstaðir, Alogsstaðir eða Álaugs-
staðir, allt líklega afbakanir úr Iiáleygsstöðum, er síðar var lag-
fært í Háleggsstaði, af því að það nafn hefur verið kunnara en
Háleygs-. Svipað mun vera um Hárlaugsstaði, nafnið breyzt úr Há-
leygs í Hálaugs-, Hárlaugs-, Harlaugs-, Harðlaugs-, allt skýringartil-
raunir. En sakir þess, að engin vissa er fyrir þe3su, þykir réttast
að láta Hárlaugs- óbreytt sem aðalnafn, en setja Háleygs- sem forna
nafnið, þó með vafamerki(?).
Hellatún. Svo í A. M. og matsbókinni. Hellnatún í 1861 er rangt,
því að jörðin er kennd við hella (í túninu) en ekki hellur.
Vetleifsholt (Vœtleifsholt). Báðar myndirnar koma fyrir í Ln.
handritum. Nú er sagt Vettleifs-.
Refshalakot. A. M. hefur Reiksarakot og það nafn er líka i
sálnaregistri Odda 1797, sjálfsagt tekið eptir A. M., en Rifshalakot
bæði áður og síðan í sömu bók, og ávallt síðan í jarðabókura o. fl.
Rifshala- eða Ripsala-. Sennilega réttast Refshalakot af refshali
(viðurn.) sbr. Sturl.: Dregur melrakkinn hala sinn. örnefni i Noregi