Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 44
u
fíelgafellsmáldaga c. 1378 (Fbrs. III) og víðar, Guðmundarey i Jb.
1696, annars Gvendareyjar t. d. í Narfeyrarvisitazíu Br. Sv. 1642.
Dalasýsla.
Hörðadalshreppur*).
Bjarmaland [Geitastékkur]. Bjarmaland er nýnefni með stjórnar-
leyfi 1916.
Dunk (kvk.) [Dunkaðarstaðir]. Dunkaðarstaðir í Bjarnarsögu
fíítdælakappa. Dunk (kvennkyns), í Fbrs. III. (1393) (Dunkurskógur)
Snókdalsvisitazíu Br. Sv. 1639, A. M. og manntalsbók Orms Daða-
sonar (1732—1740 í Þjskj). Jb. 1696 hefur Dunkur. í Fbrs. IV.
(bréfi frá 1430) sézt ekki glögglega, hvort heldur er Dunk eða
Dunkur, hið fyrra þó líklegra Hið rétta nafn jarðarinnar vafalaust
Dunk (kvk.) eins og einnig sézt á nafninu Dunkurbakki í Jb. 1696,
A. M. og 1861, og sem svo er nefnt enn. I manntalsbókum Magnúa-
ar Ketilssonar frá síðari helmingi 18. aldar eru nöfnin Dunk og
Dunkur jöfnum höndum, en uppfrá því, eða eptir aldamótin 1800
verður Dunkur ofan á. Þó er nafnið enn í þágufalli jafnan þar í
sveitum haft Dunk ekki Dunki og eru það enn leifar af kvenn-
kynsnafninu.
Dunkurbakki. Hét í fyrstu að eins Bakki, sbr. meðal annars
Snókdalsvisitazíu Br. Sv. 1639, og áin þar Bakkaá, en ekki Dunká.
Dunkárbakki í matsbókinni er því rangt, en Dunkurbakki rétta
nafnið (sbr. aths við Dunk) og hefur verið farið að kenna bæinn
við Dunk á síðari hluta 17. aldar (sbr. Jb. 1696 og A. M., er hvort-
tveggja hefur Dunkurbakki).
Miðdalaheppur.
Stóri SMgur [Þykkvaskógur]. Þykkvaskógur hét jórðin að fornu,
sbr. Ln. og Sturl.
Skallahóll (Skjaldarhóll). Skallahóll er nefndur í bréfi frá 1479
(Fbrs. X), og í Sauðafellsvisitazíu Br. Sv. 1639, Jb. 1696, Johnsen
almennu manntali frá 1801 og 1890, en Skialdarhóll í A. M. og
Hvítskjaldarhóll í sálnaregistrum fyrir og um miðja 19. öld. I mann-
talsbókum Orms Daðasonar 1732—1740 eru öll nöfnin Skallahóll,
Skjaldarhóll og Hvítskjaldarhóll, og er erfitt að segja, hvað uppruna-
legasta heitið sé, en réttast þykir að taka Skallahól sem aðalnafn
1) Ekki Hörðwdalshreppur, eins og F. hefurranglega, sbr. Hörðaból.