Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 29
29
Bjarmóðs- gat auðveldlega orðið Bjámus-, og úr Bermóðs- Beroóðs-.
Mun því rétt að taka upp nafnið Bermóðsstaðir, en láta Böðmóðs-
staði vera úr sögunni.
Hólar (Laugardalshólar). Jörðin hét upphaflega Hólar, og er
jafnan enn svo nefnt í sveitinni, sbr. örnefnið Hólaá og bæjarnafnið
Hólabrehka. Annars er jörðin nefnd utansveitar Laugardalshólar, og
hefur verið svo lengi, eflaust til aðgreiningar frá Klausturhólum.
Þingvallahreppur.
Heiðarbœr [HeiðabœrJ. Heiðabær er í Ln., annarsstaðar Heiðar-
bær, og svo nefnt nú ávallt.
Olfushreppur.
Öxnalœkur. Svo í Jb. 1696 og A. M, og þykir réttast að halda
þeirri mynd orðsins, en ekki Yxnalæk.
BakkArholt (BaJckarholt) Baklcárholtspartur (Bakkarholtspartur).
A. M. hefur Bakkárholt, en venjulega er sagt Bakkarholt, og hefði
þá jörðin heitið Bakkaholt, en r skotið inn til hljóðfegurðar. Hins-
vegar gat Bakkárholt auðveldlega breyzt i Bakkarholt, enda er svo
víðar, að dr hefur breyzt í ar í bæjanöfnum í Arnessýslu. Ain, sem
Bakkárholt stendur við, hefur þá heitið Bakkaá, nú Bakkarholtsá.
F. setur Bakkarholt í sviga sem eldra nafn.
Þórustaðir (nr. 62 í F). Svo er jörð þessi nefnd í A. M., en í
Jb. 1696 Þóroddsstaðir. Með því að önnur jörð í sveitinni (nr. 22,
og 23) heitir Þóroddstaðir, virðist hentugast að láta Þórustaði haldast
hér, þó að vafasamt sé, hvort það er upphaflega nafnið.
Selvogshreppur.
Bartakot (Móaknt). A. M. hefur Bartahjáleiga, en getur þess, að
jörðin hafi áður heitið Móakot. Bartakot er vafalaust kennt við
Bartholomeus Einarsson, er þar bjó lengi fyrir og eptir 1700.
Beggakot. Nú eru sumir farnir að segja Beggjakot, en það er
rangt.
Vogshús [VogurJ (Vogsósar) Vogur er upprunalega heitið (sbr.
Ln. Heggur, son Þóris haustmyrkurs, er nam Selvog, bjó at Vogi).
Síðar hefur bærinn eflaust verið fluttur (líklega undan sjávargangi),
og verið þá nefndur Vogshús (í fleirtölu). Það nafn (Vogshús) kem-
ur fyrir í Fbrs. III (1367), einnig í Bisks. II, A M. og Manntali í
Árnessýslu 1729, og enn segja sumir þar í sveit »á Vogsúsum*.
Jónas Haligrímsson nefnir og bæinn Vogshús, og þykir einsætt að
taka upp þetta rétta nafn, þótt ætla megi, að Vogsósanafnið verði