Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 42
42
heiði, sem vitanlega er afbökun, en hins vegar er dálítið erfltt að
segja með vissu, hvað sé rétta heiti jarðar þessarar, en Vallstakks-
heiði virðist vera upprunalegast, gæti og verið Valstakksheiði, (sbr.
Arnarstakksheiði), og er það tekið sem varanafn, en Vallstakks-
sem aðalnafn. Myndirnar Vagstakks- og Vakstakks- gætu bent á
Vargstakks-, er þá hefði verið viðurnefni = úlfhéðinn. Sbr. aths.
við Vallstakksey.
Fróðárhreppur.
Haulcábrekka [Haugabrekka]. Haugabrekkur við Fróðárós nefnd-
ar í Eyrbyggju, og Haugabrekka er nefnd í Ingjaldshólsþinghá 1693
(A. M. 463 fol.) og Mannt. 1703. Samt mun Haukabrekka mega
haldast, enda stendur það nafn þegar í Jb. 1696.
Eyrarsveit.
Hallbjarnareyri [Öndverðeyri]. öndverðeyri í Ln, síðar Eyri
eða Hallbjarnareyri, og um tíma, helzt innan héraðs, Hospítalseyri,
meðan spítalinn var þar.
Kvernd er rétta nafnið, eins og matsbókin hefur, en Kvenná í
1861 afbökun; er ef til vill prentvilla.
Lárkot. Efri Ld. Neðri Lá. Lá er jarðaheitið í Setbergsvisi-
tazíu Br. Sv. 1642, einnig i Jb. 1696, A. M. og víðar. önnur ör-
nefni þar: Lárós, Lárvaðall, Lárdalur, Brimlárhöfði (Eyrbyggja),
sem sanna að bæirnir hafl heitið Lá (af brimlöðri) en ekki Lág =
laut, dæld.
Stykkishólmshreppur.
Saurldtur. Sellátur er víst nýsmíði, flnnst hvergi í fornum
heimildum, sem nafn á þessari jörð.
Vallstakksey (Valstakksey). í gömlum máldaga Helgafellsklaust-
urs frá c. 1378 (Fbrs. III.) er ey þessi nefnd Vallsaxey og í Vilkins-
máldaga (Fbrs. IV.) Valldsögsey. A M. hefur Vaxtaxey, er gæti bent
á Vargstakks- (sbr. Vallstakksheiði), en Vallstakks- virðist uppruna-
legast enda var eyjan nefnd Vallstakksey fram á 17. öld (sbr. aths.
í Johnsen bls. 157). Þess mætti og geta til, að eyjan hafi heitið
Valstakksey, stakkur = klettur, stapi (sbr. Arnarstakkur). Klettur
eða drangi er í eynni eða við hana, sem gæti heitið Valstakkur.
Stakksey er meðal smáeyja, er fylgdi Grunnasundsnesi (Stykkishólmi)
sbr. Johnsen aths. bls. 155. Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður
hefur gizkað á, að Vallstakksey gæti verið fyrir Stakksvallarey
miðað við »stakksvöll« að fornu, en það gæti síður átt við jörðina
Vallstakksheiði.