Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 77
77
Eyjafjarðarsýsla.
Hvanneyrarhreppur.
Rdeyri (Rdreyri). Ráreyri í Sigurðarregistri 1550 (Fbrs. IX) og
víðar, á síðari tímum optast Ráeyri.
SJcúta (SMtustaðir). Skúta mun vera = Skútustaðir hjá A. M.,
en hefur svo verið stytt. Matsbókin nefnir Ráeyri öðru nafni Neðri
Skútu, en það virðist óþarft, enda eflaust nýnefni.
Ólafsfjarðarhreppur.
Hreppisá. Svo í Fbrs. III, Sigurðarregistri, Brbók Guðbr. biskups,
reikningum Hólastóls 1664, Jb. 1696 og A. M., og er það rétta nafnið
af mannsnafninu Hreppir. Hreppsá i 1861 er rangt og Hreppsendsá
vitleysa.
Svarfaðardalshreppur.
Brautarhóll. Það er hið rétta nafn jarðarinnar, sbr. Jb. 1696,
A. M., 1861 (aðalnafn) og matsbókina. Brautarholt rangt.
Skeggjastaðir. Er rétta nafnið, sbr. Svarfdælu. Skeggstaðir
rangt.
Sœla. Svo í Fbrs. XI. (Sigurðarregistri), Brbók Guðbr. biskups
(opt), Jb. 1696, A. M. (sera varanafn), 1861 og matsbókinni. Aðal-
nafnið hjá A. M. er Svæla. Gæti það að visu verið rétt, sbr. t. d.
Brenna, en ekki ástæða til að taka það upp gegn svo mörgum
heimildum.
Blœngshóll. Blængs- í Fbrs. VII., XI. (Sigurðarregistri) og A. M.,
ennfremur í Brbók Guðbr. biskups 1. og 2. h., þó sumstaðar þar
Klængs- sem vafalaust er afbökun, og ætti því að leggjast niður,
þótt það sé aðalnafo, bæði í Johnsen og 1861, og F. setji það í sviga
sem eldra nafn.
Holdrkot. A. M. hefur Holá (þá í eyði), nú Holárkot. Hólárkot i
Johnsen og 1861 er víst afbökun. Hulá kemur og fyrir (Hulárkot),
er gæti verið Hylá, samskonar framburðarbreyting eins og í Dun-
haga fyrir Dynhaga.
Kóngsstaðir [Konungsstaðir]. Konungs- í Fbrs. II. (Auðunnar-
máldaga). Hefur síðar breyzt í Kóngs-.
Köngustaðir. Kaungustaðir í Fbrs. V. (Ólafsmáldaga) Kongu- í
VIII, IX. og XI. (Sigurðarregi8tri) og Brbók Guðbr. biskupg (Kongu-
og Kaungu-.) Jb. 1696 og A. M. hafa Köngustaði (sama nafn)