Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 20
20
Landmannahreppur.
Ostvatnsholt. Ostvatnsholt er heiti jarðarinnar í Oddamáld. 1270
(Fbrs. II) og víðar i fornbréfum, en Ostvaðsholt í Jb. 1696 og A. M,
framburðarafbökun úr hinu eldra nafni, er siðar aflagaðist enn meir
og varð Juslvaðsholt. Framburður nú á því >Ástasholt«. Hefur Brynj-
ólfur Jónsson (frá Minna Núpi) getið þess til, að jörðin hafi heitið
Ásvarðsholt, er hæglega gat breyzt í Ástvarðsholt í framburði, en
með því að engar heimildir eru fyrir þessu nafni, en allgamlar
fyrir Ostvatnsholti sem réttu heiti, þá er einsætt að taka það upp,
en láta Austvaðsholt alveg niður falla.
Lunansholt. Svo í Ln., ekki Lúnansholt (F).
Hellur (Hellar). Matsbókin hefur Hellar, en heimildir fyrir því
þekkjast ekki, en nægar fyrir Hellur, t. d. Hellnaland í fornbréfi, og
Hellur í Jb. 1696, A. M. og ávallt síðan. En kunnugur maður hefur
sagt, að hellar séu þar í landareigninni, en hellur ekki, og mætti
þvi setja Hellar í sviga, með því að vera má, að það sé rétta nafn-
ið, því að nöfn þessi geta auðveldlega ruglazt saman, þar eð þágu-
fallsmyndir beggja eru eins.
Múli [LátalætiJ. Múli er nýnefni, tekið upp með stjórnarleyfi
1917.
Yrjar. Svo er nafnið rétt, en ekki Irjur, þótt svo standi í Jb.
1696, A. M og matsbókinni. Johnsen og 1861 hafa Irjar fyrir
Yrjar, sbr. norska nafnið Yrjar.
Réttanes. Er rétt í matsbókinni, sbr. A M. o. fl. heimildir, en
rangt í 1861 (Réttarnes). Þar hafa Landmannaréttir verið haldnar,
og eru haldnar enn í dag, og þykir þar einna fegurst réttarstæði á
landinu.
Holtahreppur.
Meiri Tunga [Moldartunga]. Nafnið Meiri Tunga tekið upp með
stjórnarleyfi 1915, sem nafn á Moldartungu, er jörð þessi hefur
lengi heitið.
Ölvesholt. Sjá athugasemd um ölvesholt í Árnessýslu. F. setur
ranga nafnið (ölvaðsholt) í sviga, sem eldra nafn en ölvesholt.
Stúfholt (Stúfaholt). Stúfaholt nefnist jörðin í Oddamáld. 1270
(Fbrs. II), en Stúfholt í Vilkinsmáld. (Fbrs. IV) og síðan.
Kaldaðarholt [KallaðarholtJ. Kallaðarholt og Kalldaðarholt í
Oddamáld. 1270 (Fbrs. II), Kaldarholt í Jb. 1696 og A. M. og svo
er enn sagt Kaldárholt er afbökun. Sama breyting á þessu nafni
eins og Kallaðarnessnöfnunum.