Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 16
16
þar í nánd mun byggð í Svaðbælislandi á öðrum stað, en sá bær
var, og mun þvi nýnefnið Þorvaldseyri heimilt án stjórnarleyfls.
Eystra Raufarfell. Jörðin nefnd optast Eystra Raufarfell eða
Raufarfell hið eystra fram á 18. öld, en síðar afbakaðist nafnið og
varð Rauðafell, alveg á sama hátt og Raufarberg á Mýrum eystra
og Raufarberg í Fijótshverfi afbökuðust í Rauðaberg nokkru fyr.
Myndin Raugarfell og jafnvel RaDgarfell kemur fyrir í suraum göml-
um skjölum, en er vitanlega afbökun. Ytra Raufarfell var optast
nefnt aðeins Raufarfell og aflagaðist ekki. Báðar jarðirnar hafa
eflaust upphaflega verið ein og sama jörð, Raufarfell, sbr. Ln. Hauks-
bók, en Sturlubók nefnir Rauðafell eystra bústað Hrafns heimska,
þar sem Hauksbók segir, að hann hafi búið á Raufarfelli, og er það
vafalaust réttara, en Rauðafell í Sturlubók sýnir, að framburðaraf-
bökunin hefur snemma komið. I A M. eru jarðirnar Raufarfell
eystra og Raufarfell ytra, og svo er einnig í Johnsen, en þá var
samt afbökunin á Eystra Raufarfelli í Rauðafell orðin allalgeng, og
í 1861 eru jarðirnar nefndar Kauðafell (þ. e. Eystra Raufarfell) og
Raufarfell (þ. e. Ytra Raufarfell).
Ytra Raufarfell. Sbr. aths. hér á undan.
Vestur-Eyjafjallahreppur.
Vallatún er réttara en Vallnatún, sem kemur fyrir í ýmsum
heimildum, þar á meðal í A. M. Þar er varanafnið Vellir, og mun
jörðin hafa heitið svo upphaflega, sbr. Holtsmáld. c. 1270 og 1332
(Fbrs. II).
Ormskot. í A M. er Garðshorn varanafn á þessari jörð, sbr.
Holtsmáld. c. 1270 og 1332 (Fbrs. II). En það er gömul sögn undir
Eyjafjöllum (segir Jón Sigurðsson ættfræðingur frá Steinum f 1877)
að Ormskot hafi fyrrum heitið »í örskoti®, sakir þess, að það hafl
verið i örskotshelgi Þorgeirs skorargeirs í Holti. Er þessa hér getið,
af því að sögnin er dálítið einkennileg og sýnir, hvernig alþýðan
stundum skýrir jarðaheitin.
Gerðákot [Gerðar]. Gerðar nefnist jörðin í Holtsmáld. 1322 (Fbrs.
II) og Jb. 1696, en í A. M. er það sem aukanafn (milli sviga) við
Gerðakot. Gerðar hefur því jörðin heitið upphaflega, en orðið síðar
að »koti«.
Fitjarmýri. Fitjamýri í Johnsen og matsbókinni er rangt. Jörðin
heitir Fitjarmýri, sbr. Fit (A M. o. fl. heimildir). Nafnið rétt í F.
Stóra Mörk (Efsta Mörk). Efsta Mörk finnst í fornskjölum =
Stóra Mörk, og ætti því að vera sem hliðstætt nafn.