Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 89
89
(Refstaðarvisitazíu), og Rafnsstaðir í mannt. 1703 og verzlunarskýrslu
1735, en Hrapps- í Jb. 1696 og síðari jarðabókum, ásamt matsbók.
Hrafns- er vafalaust rétta nafnið.
Síreksstaðir. Svo rétt ritað í Johnsen og 1861, sbr. Ln., en
ekki Sýreks eða Sýrings-, sem er hrein afbökun (sbr. aths. um
Síreksstaði i Eyjafjarðarsýslu).
Hauksstaðir (Haugsstaðir). Jörð þessi er oftast nefnd Haugs-
staðir, t. d. Fbrs. III, IV (Vilkinsmáld. >Haugastaðaskógar«), Jb.
1696, vsk. 1735, mannt. 1762, mannt.bók N. M. 1803, og matsbók-
inni, en þó af einhverjum breytt í Hauks-, og svo er jörðin nefnd í
mannt. 1703, Johnsen og 1861, og hér sett sem aðalnafn, því að
þótt heimildir séu betri fyrir Haugs-, þá er Hauks- miklu sennilegra
nafn.
Fremri Nípur. Ytri Nípur. í Fbrs. III og optar kemur fyrir
Nípsmór og Nípssandur í Vopnafirði, sbr. Gnipssand s. st. og Nips-
fjörður, vestri armur Vopnafjarðar. Nafnið á að ritast Nípur, en
ekki Nýpur, eins og víðast hvar er, bæði í jarðabókum og annars-
staðar.
Strandhöfn. Svo í Fbrs. III og IV (Vilkinsmáld.), en ekki Strand-
arhöfn, eins og i mannt. 1703 og víðar.
Jökuldalshreppur.
Hauksstaðir. Haugs- í Jb. 1696, verzlsk. 1735 og manntb. N.-M.
1803, en Ilauks- í Hofteigsvisitazíu Br. Sv. 1641, Johnsen, 1861 og
matsbókinni og verður það nafn að teljast sennilegra á þessari jörð,
samkvæmt elztu og beztu heimildum (Visit.b. Br. Sv.).
Hnefilsdalur (Knefilsdalur). Knefils- sbr. Þorsteins sögu hvíta og
Ln. (Knefilsdalsá), einnig í visit. Br. Sv. 1641 (Hofteigi), annars
venjulega Hnefils- og svo sagt nú. Sú orðmynd í samræmi við önn-
ur slík nöfn t. d Hnappadalur (Knappadalur) o. s. frv.
Gauksstaðir [Gagursstaðir]. Gagursstaðir hét jörðin fyrrum, og
svo enn í 1861, en er nú kölluð Gauksstaðir eptir broti úr Jökul-
dælu, sbr. Safn II, 495—497, og sýnist mega halda því nafni.
Giljar. Svo mun nafnið rétt, sbr. Droplaugarsonasögu (»á Giljum*).
í matsbókinni nefnt Giljaland á einum stað, en annars er jörðin
nefnd Gil í flestum heimildum, og sést því ekki, hvort vera á ein-
tala eða fleirtala. Bærinn heitir enn »að Giljurn* segir séra Sigurður
Gunnarsson i örnefnaritgerð sinni (Safn II, 460), en nefnifallið samt
Gil (í staðinn fyrir Giljar).