Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 32
32
Kjósarsýsla.
Seltjarnarneshreppur.
Flfuhvammur (Hvammlcot). Nafnið Fífuhvammur er tekið upp
fyrir nál. 40 árum. í Viðeyjarmáldögum 1313 og 1395 (Fbrs II og
III) er talað um Hvamm á sömu slóðum sem Hvammkot. Fífu-
hvammur mun þó mega haldast sem aðalnafn. Þorlákur Guðmunds-
son, sem tók upp nafnið, taldi bæ á þeim slóðum hafa heitið svo,
og getur vel verið, að svo hafi heitið einhverntíma Hvammur sá,
er Fbrs. getur um.
Digranes. Svo er jörðin nefnd í Viðeyjarmáldögum 1313 og 1395
(Fbrs. II og III), í Jb. 1696, A. M. og jafnan síðan. Dögurðarnes,
sem matsbókin nefnir svo, hef eg hvergi fundið annarsstaðar sem
nafn á þessari jörðu.
Bútsstaðir. Bútsstaðir er hið upprunalega heiti jarðarinnar, sbr.
Bisks. I (en ekki Bústaðir). Bútur er mannsnafn að fornu, en í fyrstu
eflaust viðurnefni.
Hrólfsskáli. Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður hefur bent á
nafnið »Roleffskalle« (þ. e. Hrolleifsskáli) í jarðabók Bucholts frá
c 1570 (A. M. 459 fol.) í Jarðabók Jens Söffrenssonar 1639 er
»Rollskalle« og Hrólfsskáli í Jb. 1696, A. M. og síðan, en ei að síð-
ur gæti Hrolleifsskáli verið hið rétta og upprunalega nafn, en það
getur eins verið bjagurmæli úr dönskum munni á nafninu Hrólfs-
skáli og þvi ekki öruggt að láta þess getið sem eldra nafns. Hróf-
skáli, sem sumir hafa haldið rétta nafnið, kemur hvergi fyrir, og
mun hugsmíð ein.
Nes [Seltjarnarnes]. Seltjarnarnes hét jörðin að fornu (sbr. Ln.)
og langt fram í aldir (fram yfir 1700). Er hún meðal annars nefnd
því nafni í Vilkinsmáld., Kirknaskrá í Skálholtsbiskupsdæmi 1569
(Brb. Guðbr. biskups) í Visit.b. Br. Sv. 1642—1661 (kirkjan að Sel-
tjarnarnesi) og Mannt. 1703. Á 18. öld hverfur gamla nafnið alveg,
en Nes (við Seltjörn) kemur í staðinn, en var stundum áður (á 17.
öld og jafnvel fyr) notað jafnframt binu, þó sjaldan.
Mosfellshreppur.
Reykjáhvoll (Rexjkjakot). Reykjahvoll er nýnefni, tekið upp fyrir
nál 30 árum, auðvitað án stjórnarleyfls; mun nú hafa fengið nokkra
hefð, og því réttast að láta það standa sem aðalnafn.
Tjlfarsfell. Svo í fornum skjölum (A. M.) Úlfmanns- er afbökun,
þótt F. setji það (í sviga) sem eldra nafn en Úlfarsfell,