Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 56
56
Hrófbergshreppur.
ífrófberg. Hróberg í Fbrs. IV (Vilkinsmáld.), Jb. 1696 og A. M.,
og hefur svo verið borið fram, en vafalaust er Hrófberg uppruna-
legra, sbr. Hrófá í Fóstbræðrasögu.
Kleppustaðir. Svo í Fbrs. IV (Vilkinsmáld.), visitazíu Br. Sv.
1639 (á Stað í Steingr.fitði), Jb. 1696 og A. M. Kleppistaðir í 1861
og matsbókinni er framburðarafbökun, samskonar og Krýsuvík-
Krýsivík og Birnustaður- Birnistaðir.
Staður í Steingrímsfirði [Breiðabólsstaður]. Hét fyrrum Breiða-
bólsstaður, sbr. Sturl. og kirknaskrá úr Skálholtsbiskupsdæmi frá c.
1200, og nefnist svo enn í gömlum máldaga kirkjunnar frá c. 1286
í Fbrs. II, en ekki í Vilkinsmáldaga eða síðan.
Þyrilsvellir (Þiðriksvellir). í Fbrs. IX er jörðin nefnd Þýrisvellir,
en Þyrilsvellir i Fbrs. X (1539) og sömuieiðis í visitazíu Br. Sv. á
Stað í Steingrímsfirði 1639. í Jb. 1696 Tidricksvellir og A. M. Þið-
riksvellir, og síðan (í yngri jarðabókum). Vafalaust er Þyrilsvellir
hið upphaflega og rétta heiti jarðarinnar, en af því að Þiðriksvellir
er þó allgamalt, er það látið haldast sem aukanafn.
Fellshreppur.
Þrúðardalur [Trúðardalur]. í Fbrs. II (máld. Fellskirkju frá
1286). Trúðudalur, í Vilkinsmáld. (Fbrs. IV) Trúðadalur, en Trudda-
dalur í Fbrs. III (máld Fellskirkju 1354). Þrúðardalur í bréfi frá
1460 (Fbr8 V) og Þi'úðadalur í öðru frá 1475 (sama bindi), en Jb.
1696, A. M. og yngri jarðabækur ásamt matsbókinni hafa Þrúðar-
dalur. Þykir rétt að halda því nafni, sem er orðið allgamallt, þó að
frumnafnið hafi liklega verið Trúðardalur af viðurnefninu trúður(=
leikari, loddari).
Óspakseyrarhreppur.
Þambdrvellir (Þambarveliir). Þambar- í Fbrs. IV, V, VII (Þammb-
arvellir) og í yfirlitinu í matsbókinni, en í matinu sjálfu Þambár-.
Jb. 1696 hefur Þambár- (þó óglöggt) einnig A. M., Johnsen og 1861.
Þambárdalur er nefndur í Eyrbyggju, en Þambardalur í Kórmáks-
sögu. Eptir þessum heimildum er ekki svo auðvelt að gera upp á
milli nafnanna, en hjá kunnugum manni hef eg fengið þá vitneskju,
að um landið rennur á, sem kölluð er Þambá, og að nafnið er nú
af öllum borið fram Þambárvellir, og þykir því rétt að halda því
sem aðalnafni, en Þambarvellir sé aukanafn.
Þóroddsstaðir (Þórustaðir). Þórodds- í A. M, Johnsen og auka-
nafn í 1861. Þóru- í Jb. 1696, 1861 (aðalnafn) og matsbókinni. Finnst
ekki í Fbrs. Þóroddsstaðir er líklegra, og er því sett á undan. Fjöldi