Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 87
87
Amanes. Svo í Johnsen og 1861, finnst ekki í Jb. 1696 eða
A. M. Árnanes í F. eflaust rangt.
Presthólahreppur.
Snartarstaðir. í Fbrs. ýmist Snartar- eða Snarta-, Jb. 1696 og
A. M. Snarta-, einnig 1861, en Johnsen Snartar-. Eflaust er Snartar-
réttara en Snarta-, því að mannsnafnið Snörtur var alltítt, en Snarti
finnst ekki. Sbr. aths. um Snartarstaði í Borgarfirði.
Núpskatla [Vellankatla]. Vellinkatla er aukanafn á þessari jörð
hjá A. M., og er það vafalaust sama sem Vellankatla (sbr. Vellan-
katla við Þingvallavatn) í Fbrs. IV (1391) er nefnd Vellandi katla
vestri, og eystri Vellankatla á Sléttu; er myndað í líkingu við vellandi
hver, ýmist um uppsprettu-augu eða brimsog upp um klettagjótur,
eins og eflaust á sér stað við Núpskötlu á Sléttu.
Svalbarðshreppur.
Sœvarland (Sjdvarland). í Fbrs. IV, V, o. s. frv., einnig Johnsen
Sævarland, Jb. 1696 Sjóarland, A. M. Sjávarland, í 1861 bæði nöfnin
Sjóar- og Sævar-. Sævarland þykir rétt að taka sem aðalnafn.
Ormarslón. Svo í Fbrs. II, III, V, o. s. frv., sbr. Ormarsá í
III, V. Síðar breyttist nafnið í Ormalón, og svo nefnt almennt nú,
en sjálfsagt þykir að taka upp rétta nafnið.
Sauðaneshreppur.
Hallgeirsstaðir. Hallgeirs- í Fbrs. III (þrisvar) og V (Olafsmáld.
1461), og X., varð síðar á tímum Hallgils-, vafalaust framburðar-
afbökun úr Hallgeirs-.
Syðra Lón [Guðmundarlón]. Guðmundarlón í Fbrs. IX (elzta
hluta Sigurðarregisturs 1525), einnig í Brbók Guðbr. biskups I
(1576) og í A. M. sem aðalnafn á Syðra Lóni. í Jb. 1696 er jörð
þessi nefnd að eins Lón, en síðar varð Syðra Lón almenna nafnið.
Ytra Lón [Kirkjulón]. í Jb. 1696 er Kirkjulón einkanafn á
þessari jörð, en aðalnafn hjá A. M. Síðar almennt Ytra Lón,
en Kirkjulón féll niður, eins og nafnið Guðmundarlón á Syðra Lóni.
Lceknisstaðir. Svo í Fbrs. IX (elzta hluta Sigurðarregisturs),
Brbók Guðbr. bisk. I (1577), Jb. 1696 o. s. frv. og svo nefnt enn í
dag. Myndin Legnesstaðir í Fbrs. V (jarðaskrá Hólastóls 1449) gæti,
ef hana væri að marka, bent á Leiknisstaði sem hið upprunalega
nafn, en skrá þessi er svo afbökuð (norskuskotin) í orðmyndum,
að hún getur naumast talizt áreiðanleg heimild um nöfn jarð-
anna yfirleitt.