Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 43
43
Skoreyjar [Skorraeyjar]. Skorrey (Skorraey) heitir ey fyrír
Mýrum, og er ekki ólíklegt, að eyjar þessar hafi heitið Skorreyjar
(Skorraeyjar). Bæði nófnin Skoreyjar og Skorreyjar koma fyrir í
Fbrs.
Helgafellssveit.
Grishóll (Grísahvoll). Grísahvoll i máld. Helgafellsklausturs frá
c. 1378 (Fbrs. III.). Gríshorn í Vilkinsmáld. (Fbrs. IV.). Grísar-
hóll í flelgafelisvisitazíu Br. Sv. 1642, nú Gríshóll. Grísahvoll eflaust
upprunalega heitið.
Hraun (Berserkjahraun). Hét í öndverðu Hraun, siðar ýmist
Berserkjahraun (eptir berserkjunum Halla og Leikni) eða að eins
Hraun.
Botn (Arnabotn). Botn nefnist jörðin í Fbrs. III. og IV. (Vilkins-
máld.) Árnabotn í Bjarnarhafnarvisitazíu Br. Sv. 1642 og Johnsen
(og svo mun optast sagt nú), en Arnabotn í Jb. 1696, A. M. og 1861.
Með því að ekki er vissa fyrir, hvort réttara er Arna- eða Arna,
þykir réttast að halda upphaflega nafninu Botn.
Skógarstrandarhreppur.
Ymjaberg. Ymjaberg er heiti jarðarinnar í Fbrs. IV. (1445,
frumrit á skinni) og í Árb Esp. (II, 43), Emjuberg i Jb. 1696 og A. M., er
hefur Emmuberg sem aukanafn, og svo hefur jörðin optast siðan
nefnd verið, en það er að eins leiðréttingartilraun, er ætti að vera
úr sögunni, því að Ymjaberg er vafalaust rétta nafnið; ymja eignar-
fall fleirtölu af ymur, Ymjaberg þá = Hljóðaklettar. Bergmál mikið
er þar frá berginu, að sögn kunnugra manna. F. setur afbökunina
Emmuberg í sviga sem eldra nafn en Ymjaberg, þveröfugt við það
sem á að vera, eins og víðar.
Bílduhóll. Svo í Breiðabólsstaðarvisitazíu Br. Sv. 1642, Jb. 1696,
A. M. og víðar. Bíldhóll sviganafn í F.
Keisbakki er rétta nafnið, en ekki Keikabakki, þótt F. setji það
ranglega sem sviganafa. Keisbakki kenndur við Kolbein keis, er
þar hefur búið um 1400 (sbr. Fbrs. IV, 426).
Haukabrékka (Haugabrekka). Hauga- í Narfeyrarvisitazíu Br.
Sv. 1642, A. M. og Johnsen. Hauka- í Jb 1696 og 1861 sem aðal-
nafn og Hauga- sem varanafn og er það látið haldast.
Narfeyri [GeirröðareyriJ. Sbr. Ln. um Geirröðareyri. Narfeyri
ekki eldra en frá 15. öld (síðari hluta), nefnd eptir Narfa Þorvalds-
syni, er þar bjó þá.
Gvendareyjar [GuðmundareyjarJ. Guðmundar- í Laxdælu og