Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 76
76
Kappa- er eflaust rétta nafnið af viðurnefninu kappi. I manntals-
bókum Skagafjs. um 1800, eru Kambastaðir eflaust framburðarbreyt-
ing úr Kampastaðir = Kappastaðir, en Kampastaðir eru í rauninni
frumlegri mynd en Kappastaðir, enda er sú mynd í Br.bók Guðbr.
II. Samt þykir óþarít að setja bæði nöfnin, enda koma Kappastaðir
fyrir í langelztu heimildunum.
Haganeshreppur.
Stóri Grindill. Minni Grindill. Grindill í Ln. Grillir er afbökun,
sprottin af þágufallsmyndinni Grindli, sem hefur orðið að Grilli.
Dœli. Fbrs. III nefnir »hálfa Dæli«, Fbrs. V »Dælar land«, A.
M. og Johnsen Dæli, en Dælir í 1861 og matsbókinni skakkt, sbr.
Dæli í Húnavatnssýslu og víðar. Dæli er eintala, kvennkyns, fyrir
Dæl, þágufallið tekið sem nefnifall.
Sjöundastaðir [Sjaundastaðir]. Fbrs. V hefur tvisvar Sjöunda-, í
þriðja bréfinu Sjaunda-, A. M., Johnsen og 1861 Sjöunda-, en Sjö-
linda- í matsbókinni nær engri átt. Sjöunda- eða Sjaunda- er rétt,
af mannsnafninu Sjaundi (Siaundi), sem kemur fvrir í Noregi á 14.
öld og síðar (sbr. Lind), og þetta bæjarnafn sýnir, að nafnið hefur
ekki verið alveg óþekkt á íslandi. Jessi Syondesson er nefndur í
latnesku bréfi (skýrslu Hannesar Pálssonar) 1425 (Fbrs. IV), en er
tæplega íslendingur. Ekki er ólíklegt, að jörðin Sjöundá (Sjaundaá)
í Barðastrandarsýslu hafi nafn sitt af manni með þessu nafni (Sjö-
undi, Sjaundi), en það læt eg samt liggja á milli hluta.
Holtshreppur.
ReyTcir (Lambanesreykir). í Jb. 1696 og A. M. er jörðin nefnd
að eins Reykir, en siðar Lambanessreykir.
Holt (Stóra Holt). Jörð þessi var áður nefnd að eins Holt, sbr.
Fbrs. viða, A. M. o. fl., en nú optast Stóra Holt.
Melbrigðastaðir. í Sigurðarregistri 1550 (Fbrs. XI) Melbrigða-,
Fbrs. V og Jb. 1696 Mjölbrigða-, Fbrs. VIII Molbrigða-, Fbrs. IX
Meilbrigða-, A. M. Mélbreiðar-. Melbrigði (Maelbrigdhe) er írskt nafn.
Styttingin Melbreið í 1861 og matsbókinni er villandi og of nýleg
til að takast til greina.
Mjóafell (Móafell). Mjóafell (Mjóvafell) í Sturl. er vafalaust rétta
nafnið (sbr. einnig Brb. Guðbr. bisk. 2. h. og matsbókina), en hefur
snemma orðið Móafell í framburði, og það nafn er í mörgum heim-
ildum, t. d. Fbrs. V, IX, XI (Sigurðarregistri), Jb. 1696, A. M.?
Johnsen og 1861. Er það því látið haldast sem hálfógilt varanafn.