Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 72
Í2
lega eitthvað afbakað, og ekki hægt að sjá við hverja af þessuni
3 jörðum nöfn þessi eiga.
Rípurhreppur.
Rip (kvk.) Svo í frumbréíi á skinni frá 1417 í Fbrs. IV.
(»vora jörð, sem heitir Ríp«). Oþarft að nefna fleiri heimildir, því
að eignarfallið Rípur (í mörgura gömlum heimildum) er óræk sönn-
un þess, að orðið er kvennkyns. En upp úr því hafa menn búið
til karlkynsorðið Rípur, t. d. hjá A. M., Johnsen, 1861 og matsbók-
inni, en Ríp finnst þó í manntalsbókum Skagafjarðarsýslu um og
eptir 1850. Sami ruglingurinn og með Ríp hefur orðið með Níp á
Skarðsströnd, sem 1861 segir, að heiti Nýpur.
Rein. Svo í Fbrs. III. (frumbréf á skinni frá 1388) og er vafa-
laust rétta nafnið, en Reyn eða Reynir í 1861 og Reyn í matsbók-
inni er rangt. Nafnið finnst og rétt ritað (Rein) í manntalsbókum
Skagafjarðarsýslu um 1800.
Egildarholt (Eghildarholt). í Fbrs. II. Eigildar- og Egildar- (frum-
bréf á skinni frá 1341), Fbrs. III. Eghildar- og Fbrs. IV. Eigilda-,
í Jb. 1696 Eyhildar-, A M. Eiðhildar- en segir, að almennt sé kall-
að Eigilldarholt. Síðar varð Eyhildar- almenna nafnið, en ólíklegt,
að það sé rétt. Elztu myndirnar benda helzt á Egildar- eða Eghild-
ar- (af sömu rót sem Egill?). Það nafn þekkist að vísu ekki, en
sama er um Eyhildi. Réttast sýnist að halda fornu myndunum
báðum; verður þá Egildar- sem aðalnafn, eins og í 1861.
Hróarsdalur. Nafnið er svo rétt í 1861 og matsbókinni, einnig
í Fbrs. II. (Roas-, Roar- og Hróars-), og IV. (Roars-), en Hroalz- í
Fbrs. IX. er afbökun, sem sumstaðar kemur víðar fyrir.
Viðvíkurhreppur.
Syðri Hofdœlir (Syðri Hofdalir). Ytri Hofdœlir (Ytri Hofdalir).
I frumriti á skinni frá 1388 (Fbrs. III) er getið um byggingarskil
mála á »syðrum hofdælumt, og »ytrum hofdælum*, og í annari
frumskrá um sama leyti er getið »ytri hofdælna*. »Hofdælenom«
og »Hofdelenom« í Fbrs. V (í norskuskotinni jarðaskrá). í Sigurðar-
registri 1550 (Fbrs. XI) og Br.bók Guðbr. biskups »Hofdælum*
(þágufall), en Hofdælnir* í reikningum Hólastóls 1664 og Jb. 1696.
A. M. hefur Hofdalir og það nafn hefur verið á jörðinni síðan, en
enginn vafi er á því, að Hofdælir er upprunanafnið, en hefur á
17. öld tekið að færast í áttina til Hofdalir Á það bendir myndin
Hofdalnir, sem kemur fyrir um það leyti. Rétt að halda báðum