Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 63
63
Svínavatnshreppur.
Þrömur (Þröm). Þröm í Jb. 1696, A. M. og siðar, og nú jafnan
þar í sveit sagt »á Þröm« (segir Guðm próf Hannesson), en Þrömur
er upprunalega nafnið, sbr. aths við Þröm í Eyjaflrði.
Auðkúla [Auðkúlustaðir]. Auðkúiustaðir i Ln, og svo stundum
nefnt fram á 18. öld, en stundum Auðkúla eða Kúla, og svo nú al-
mennt kallað innansveitar, en Auðkúla út í frá.
Rauðsstaðir. Kauðsstaðir í bréfi frá 1590 (jörðin þá í eyði), einnig
í reikningum Hólastóls 1664 etc., manntalsbókum Húnavatnssýslu
frá 1733 og fram yflr 1780, ennfremur í prestakallsbókum Auðkúlu
til 1782, en uppfrá því Rútsstaðir, og svo í Johnsen, 1861 og mats-
bókinni. A. M. hefur bæði nöfnin (Rauðs- og Rúts-) og hyggur Rauðs-
jafnvel rangt, en telja má víst, að það sé einmitt rétta nafnið. Á
einum stað í reikningum Hólastóls 1666 eru nefndir Rautsstaðir, og
bendir það einmitt á breytinguna, sem þá hefur verið að byrja úr
Rauðs- i Rúts-. Nafnið Rútsstaðir ætti því niður að faila.
Snœringsstaðir. Svo er þessi jörð nefnd í fjórum gömlum skjölum
(Fbrs. V, VIII, IX, X), og er víst rétta nafnið, þótt Snæðingsstaðir
komi fyrir i einu bréfi frá 1421 (Fbrs. IV), sem nafn á þessari jörð.
Bólstaðarhlíðarhreppur.
Strjúgsstaðir (Strjúgur). Strjúgur (Strúgur) var jörðin kölluð þeg-
ar á 14. öld, sbr. Fbrs. III (1391) og líklega löngu fyr, einnig er
hún svo nefnd í Jb. 1696, A M og manntalsbókum Húnavatnssýslu
á 18. öld, og optast nefnd svo enn i dag, en Johnsen, 1861 og mats-
bókin hafa hið upphaflega nafn (Strjúgsstaði) úr Ln. Þykir því rétt
að setja það sem aðalnafn, þótt hitt sé einnig gott og gilt.
Skytnadalur. Svo í Fbrs. III og A. M. (Skyttna-), en A. M. telur
jörðina þó almennt nefnda Skipnadal, og það nafn er t Jb. 1696, en
er auðvitað afbökun. Johnsen hefur Skytna- og svo er einnig í
manntalsbókum Húnavatnssýslu 1740—1770. 1861 hefur bæði Skyttu-
og Skytna-, en matsbókin Skyttu-, sem er óþörf breyting. Skytna-
er rétt (eignarfall fleirtölu af skytta er skytna eða skyttna).
Kálfdrdalur. Svo í manntalsbók Húnav.s. 1740 o. s. frv,Johnsen,
1861 og matsbókinni. A. M hefur Kálfadalur. Kálfárdalur heitir enn
jörð í Skagafirði, og sennilega er það einnig rétta nafnið hér.
Bottastaðir. Svo í Fbrs. II (Auðunnarmáld. 1318) og A. M.,sem
segir, að jörðin sé almennt kölluð Botnastaðir, og svo er í Jb. 1696
og optast síðan. Þó er jörðin nefnd Bottastaðir í manntalsbókum
Húnavatnssýslu á 18 öld og fram yfir 1800. Botta- eða Bóta- er
yafalaust upphaflega nafnið. Botti eða Bóti er stytting úr manns-