Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 47
47
burði, að trautt verður greint á milli. F. hefur enn sem optar sett
afbökunina (Harastaði) milli sviga sem eldra nafn(!) á Arastöðum.
Amburhöfði (Emburhöfði). Amburhófði í Fbrs. VII, en Embur-
höfði hjá A. M. og siðan. Eflaust er Amburhöfði upprunalegra, en
Embur- er þó látið standa sem varanafn. F. telur það eldra.
Skarðstrandarhreppur.
Hrafnsey (Hrappsey). I Sturl. og Vilkinsmáld. (Fbrs. IV). Hraps-
ey, í Skarðsmáldaga 1327 (Fbrs. II) Rafs- og Rafnnz-, í Fbrs. IX
Hrafsey, í Skarðsvisitazíu Br. Sv. 1647 Hrafnsey, og einnig í Eyrar-
annál (Safn IV), Jb. 1696: Rappsey. A. M. hefur Hrappsey, en síðar
ritar Árni annarsstaðar (Fbrs. VIII) Hrafnsey, og það mun vera
hið rétta og upphaflega nafn eyjarinnar, en þar sem Hrappsey hef-
ur svo lengi verið látið gilda og eyjan orðið nafnkunnust með því
nafni, virðist rétt að setja það sem hliðstætt varanafn.
Purkey [Svíney]. Svíney hét eyjan að fornu (abr. Ln. og víðar)
að minnsta kosti fram á 17. öld eða lengur., sbr. einnig Safn 11,293.
Kvennahóll [KvennahvollJ. Kvennahvoll í Fbrs IX og A. M.
Skarðshreppur. (F.).
Manheimar. Svo í mat-bókinni, einnig í sýslumannsskýrslu frá
1844, og er það réttnefni, en Mannheimar í A. M. og 1861 afbökun.
Nip (kvk.). Gnýp nefnist jörðin í Búðardalsvisitazíu Br. Sv. 1647
og í Jb 1696, og Nýp í A. M. Er kvennkynsorð, því að þar heitir
Nípurá og Nipurdalur. Nípa er upp yfir bænum. F. setur Nýpur í
sviga sem eldra nafn, alveg ranglega sem optar.
Dímonarklakkar (Klakkeyjar). Klakkeyjar er tekið eptir matsbók-
inni, og munu eyjarnar svo nefndar nú.
Saurbæjarhreppur.
Kverngrjót. Svo í Sturl. Kvenngrjót og Kveingrjót afbakanir.
Samt setur F. Kveingrjót í sviga sem gamalt nafn og gilt.
Bjarnarstaðir [Sléttubjarnarstaðir]. I Ln. segir: »Sléttu-Björn
nam hinn vestra dal í Saurbæ, bann bjó á Sléttubjarnarstöðum upp
frá Þverfelli«. Er vafalaust sama jörðin, sem nú er köiluð Bjarna-
staðir. Hiin er nefnd Bjarnarstaðir í Vilkinsmáld. (Fbrs. IV).