Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 54
54
1695 (A. M. 463 fol) er sýnir, að nafnið er kvk., sbr. aths. við
Dynjandi í Arnarfirði.
Svartabúðir í Vilkinsmáld, Grunnavikurkirkju (Fbrs. IV). Mun
vera = Sútarabúðir, sem nú er kallað.
Leira. Svo í visitazíu Br. Sv. 1643 (í Grunnavík), A. M, Johnsen
og matsbókinni, en Leirá í Jb. 1696 og 1861 gæti verið í staðinn
fyrir Leiruá, sbr. Leirufjörð, sem bærinn mun standa við. Liklega
er samt Leira réttara, og það nafn því látið standa, enda mun svo
almennt kallað. í máldaga Grunnavíkurkirkju (Vilkinsbók) Fbrs. IV)
er nefnt Leiruland, svo að lítill vafl er á, að Leira er rétta nafnið.
Sléttuhreppur.
Hœlarvík [Heljarvik]. Hælarvík í Fbrs. V (1467) VIII (víða),
Vatn8fj.visit. Br. Sv. 1639 og visit. Staðar í Aðalvik 1643, Jb. 1696
og A. M., en Hælavík í 1861 og matsbókinni. Johnsen hefur Hælar-
vík og sem varanafn Heljarvík, en það nafn kemur fyrir í Flat-
eyjarannál 1321, og gæti verið upphaflega nafnið. Helarvík i
rekaskrá Vatnsfjarðarkirkju 1327 (Fbrs. II) virðist benda á, að breyt-
ingin úr Heljar- í Hælar- hafi þá verið í byrjun.
Strandasýsla.
Árneshreppur.
Naustvíkur (Naustvík). Naustvík i Vilkinsmáld. og jarðaskrá
Guðmundar Arasonar (Fbrs. IV), einnig í Fbrs. VI (frumrit á skinni
frá 1480) og í matsbókinni og þá líklega svo nefnt nú. En Naust-
vikur er jörðin nefnd í Fbrs. II, III og VIII, Jb. 1696, A. M. og
sem aðalnafn í 1861; aukanafnið þar og í Johnsen, Naustavík, þarf
ekki að taka til greina. Réttara að setja Naustvíkur á undan, af því
að það er í eiztu heimildunum og jarðabókunum þremur (1696, A.
M. og 1861); annars illt að gera upp á milli þessara nafna. í Ar-
ne8visit. Br. Sv. 1643 er getið um Naustvíkurhöfða.
Kersvogur (Kervogur). Kersvogur í Fbrs. III, IV og VI, Kiers- í
Jb. 1696 og Kies- í Fbrs. IV, Árnesvisit. Br. Sv. 1643 og A. M,
Kes- í Fbrs VIII, sem allt bendir á, að Kersvogur sé rétta myndin,
sbr. Kerseyri í Ln. Nú mun jörðin optast nefnd Kervogur eða
Kjörvogur (sbr 1861), og er Kervogur tekið hér sem réttmætt
aukanafn, en Kjörvogur alveg niður felldur.
Engines Svo í Sturl., Stafholtsmáld. frá 1354 (Fbrs. III) og
Vilkinsmáldaga (Fbrs. IV), einnig í Jb. 1696. I nýrri heimildum
optast Engjanes.