Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 45
45
af því að það virðist elzta nafnið og kemur langfyrst og lang-
almennast fyrir, en Skjaldarhól sem aukanafn, af því að það
hefur nokkurn rétt á sér, sem heiti jarðarinnar í A. M. og hefur að
vissu leyti haldizt fram til þessa dags að heita má i Hvitskjaldarhóls-
nafninu. Skallhóll sviganafn í F. skakkt fyrir Skallahóll.
Hörðaból [Hörðabólsstaður]. Hörðabólsstaður í Laxdælu, nú Hörða-
ból, sbr. Hörðaland (í Noregi), en Hörðuból rangnefni. Sveitin heitir
Hörðadalur (sbr. Laxdælu) ekki Hörðudalur.
Þorgeirsstaðahlíð. Geirshlíð í matsbókinni er víst nýleg stytting.
Laxárdalsheppur.
Vigólfsstaðir. Svo í Sturl. af mannsnafninu Vigólfur. Vígholts-
er afbökun, er F. setur þó í sviga sem eldra nafn.
Spdgilsstaðir. Spákels- í matsbókinni er afbökun.
Dönustaðir. Svo í Laxdælu, Sturl, Jb. 1696, A M. og víðar.
Dunu- í 1861 og matsbókinni afbökun.
Hrútsstaðir. Svo í Ln. Laxdælu og Njálu.
Fjósar. A. M., Johnsen, 1861 og matsbókin nefna að vísu jörð
þessa Fjós, en vegna samræmis við önnur slík nöfn á að rita Fjósar,
enda er jörðin svo nefnd þar í sveit.
Hvammshreppur.
Magnússkógar [Silfraskógar]. A. M. telur i landi Magnússkóga
eyðibýlið Silfraskóga og segir, að þar sé sagt, að bærinn hafi áður
staðið. Sá bær hefur verið í byggð 1430 (sbr. Fbrs. IV.), og þá
kallaður Silfurskógar. Silfraskóga er og getið í bréfi frá 1538 (Fbrs.
X.) og virðast þá vera komnir í eyði, en Magnússkógar aðaljörðin.
Silfraskógar er svo fallegt nafn, að það ætti ekki að gleymast, og
vonandi að það verði bráðlega tekið upp aptur, sem heiti á Magnús-
skógum.
Tunga (Sœlingsdalstunga). Tunga í Laxdælu, Eyrbyggju og
víðar, og svo nefnd enn þar í sveitum nú, og þykir einsætt að halda
þessu nafni uppi.
Akur (Hofakur). Akur nefnist jörðin í Sturl., Hvammsvisitzíu
Br. Sv. 1639, Jb. 1696, A. M. o. s. frv og jafnan síðan. En mats-
bókin nefnir jörðina Hofakur. Það nafn hefir ekki fundizt annars-
staðar, nema í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (í sögunni um Gullbrá í
Hvammi). Er það góður sögumaður, sem söguna segir, og líklegt,
að hann hafi eitthvað fyrir sér um nafnið, ekki ósennilegt, að hofið
í Hvammi hafi átt akurinn. Hofakur er því sett sem varanafn.
Kyrnastaðir [Kyrinastaðir]. Kyrinastaðir í skinnbréfi frá 1421