Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 40
40
insmáldaga), varð síðar ísleifsstaðir, og svo nú nefnt. Er það nafn
látið haldast.
Einiholt (flt.). Nú kallað Einholt.
Skiphylur [Skipahjjlur], Skipahylur í Kristnis. (Bisks. I.), nú
Skiphylur og hefur lengi verið.
Staðarhraun [Staður undir Hrauni]. Hét að fornu »undir Hrauni*
og var þar kirkja snemma, en er þar varð prestsetur nefndist það
Staður undir Hrauni, og loks varð úr því Staðarhraun.
Hnappadalssýsla.
Kolbeinsstaðahreppur.
Krossholt [Krossaholt]. Krossaholt frumheitið (sbr. Bisks. I.)
Flysjustaðir. Sbr. Flysjuhverfi. Flesjustaðir er vafalaust af-
bökun, sem átt hefur að vera til skýringar á nafninu.
Hitárnes (Hítarnes). Enginn vafi er á því (sbr. Ln.), að áin hét Hitá
(í mótsetningu við Kaldá), og þó að afbökunin í Hítará og önnur ör-
nefni, sem við ána eru kennd með því nafni, sé orðin nokkuð göm-
ul, sýnist ekki ástæða til að halda í hana öðruvísi en svo að setja
síðari nöfnin í svigum við hliðina á hinum réttu nöfnum sem aðal-
nöfnum, sbr. aths. við Hitárdal í Mýrasýslu.
Mýdalur (Mýrdalur). Mýdalur í Vilkinsmáld. (Fbrs. IV.) og í
Kolbeinsstaðavisit. Br. Sv. 1692, einnig í Jb. 1696. A. M telur og
jörðina almennt nefnda svo. Mýrdalur er því tiltölulega nýlegtnafn.
Haukatunga [Haugatunga]. Haugatunga í Sturl., en Hauka-
tunga hefur jörðin nefnd verið ævalengi, og þykir rétt að láta það
haldast.
Eyjahreppur.
Hrossholt. Hrossholt í Heiðarvígasögu, Grettissögu, Rauðamels-
vísit. Br. Sv. 1642, Jb. 1696 og A. M. í Fbrs. III. Hróksholt og
Hrossholt í sama bréfi, í öðru bréfi Hrossholt. Hróksholt (í 1861 og
víðar) er afbökun, sem á að falla niður, þótt F. setji það nafn í sviga
sem eldra nafn.
Miklaholtshreppur.
Eyðihús (flt.) Svo í Bisks. I (Aronssögu Hjörleifssonar) og Jb.
1696. í Miklaholtsvisit. Br. Sv. 1642 Eyðhús, og í A. M., Johnsen og
1861 Eiðhús.
Klofárvellir (Kleifdrvellir). Kálfar-og Klofar- í Fbrs. IV.(l440),Klofa-
í Miklaholtsvisitazíu Br. Sv. 1642, Klofár- í Jb. 1696, A M. og Johnsen.