Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 62
62
er ritað þegar á 15. öld (í Ólafsmáldaga). Kaldadalstunga í Fbrs. X
(1520) er víst hrein afbökun.
Grímstungur. Svo er nafnið ávallt ritað að fornu og nýju fram
eptir öldum, þótt eintölumyndin sé nú orðin tíðari; sjálfsagt að halda
nafninu -tungur
As [Oddsds]. Oddsás í Ln.
Undornfell. í Ln. Undunfell og Undenfell, í Vatnsdælu Undurn-
fell, sem er sama sem Undornfell; undorn eða undurn nafn á dags-
marki (dagmál). Undirfell er afbökun.
Karnsd. Svo í Ln. og Vatnsdælu. Það hefur breyzt í Kornsá,
er menn hættu að skilja það, og svo er jörðin nú kölluð, eins í Jb.
1696 og A. M. Rétt virðist að láta afbökun þessa niður falla, þótt
gömul sé, ekki sízt vegna þess, að hún gæti verið villandi, bent á
kornrækt þar, Karn eða kárn er fuglsheiti, sbr. jaðrakarn = jaðra-
kan, og klóakan, líklega klóakarn = hrafn. Er ólíkt sennilegra, að
á sé kennd við fugl en korn.
Snœrisstaðir. Svo í Auðunnar- Jóns- og Pétursmáldögum (Fbrs.
II og III), en Snerisstaðir í Ólafsmáldaga, sem er hið sama, af
mannsnafninu Snærir (Snerir). Snærisstaðir einnig í bréfum frá 16.
og 17. öld og í A. M. Snærings- eflaust rangt nafn á þessari jörð.
Sveinsstaðahreppur.
Bjarnastaðir. Svo í Ólafsmáld. 1461 (Fbrs. V), elzta hluta Sig-
urðarregisturs 1525 (Fbrs. IX), Jb 1696, A. M., Johnsen og mats-
bókinni, en Bjarnarstaðir í 1861 eflaust skakkt.
Uppsalir. Uppsalir í elzta hluta Sigurðarregisturs (Fbrs. IX) og
A. M., er bætir því við, að jörðin sé þá »fyrir nokkrum árum af
vanvizku keskilátra manna« kölluð Umsvalir, og svo er hún nefnd
í Jb. 1696 og síðan. Er nú mál til komið, að sú afbökun falli niður,
þótt F. haldi enn þessu rangnefni, en setur þó Uppsali í sviga sem
eldra nafn.
Torfalækjarhreppur.
Kagaðarhóll. Er ekki Kagarhóll, eins og aðalnafnið í 1861, og
ekki Kaganarhóll, eins og í matsbókinni. Kagaðarhóll = sjónarhóll.
Hurðarbak. Hér skellir F. enn síðasta Urðarbakinu sínu sem
fornu heiti á þessari jörð (Hurðarbaki á Ásum), og er það fimmta
Sinn i bókinni, því að Hurðarbak í Flóa varð útundan,