Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 75
ings í Hofsós. Þurala- gæti og upphaflega hafa verið Þumals- af
viðurnefninu þumall, því að það gat auðveldlega breyzt í Þumla-.
Fellshreppur.
Arnarstaðir. Svo að minnsta kosti í Fbrs. IX, reikningum Hóla-
stóls 1664 og A. M., en Arna- í Jb. 1696, Johnsen, 1861 og mats-
bókinni, Arnes- í manntalsbókum Skagafjarðarsýslu 1782—1792, síð-
ar Arna , nema það sé sama sem Árna-. Um það verður ekkert
fullyrt. Arnarstaðir líklega rétta nafnið.
Klóin. »Kló, nú almennilega kallað Klón«, segir A. M., Klón í
Sigurðarregistri 1550 (Fbrs. XI), Jb. 1696, Johnsen, 1861 og mann-
talsbókum Skagafjarðarsýslu 1782 og síðar. Matsbókin hefur Kló,
en hér er nafnið sett með greininum Klóin. Klón er samdráttur úr
Klóin, sennilega kominn upp í þágufalli. »Á Klónw, sem almennt er
enn kallað, er = »á Klónni*.
Geirmundarhólar. Svo í Fbrs. V, reikningum Hólastóls 1664, Jb.
1696, A. M., manntalsbókum Skagafjarðarsýslu 1782 og síðar, einnig
í Johnsen og matsbókinni. Mun það réttara en Geirmundarhóll, þótt
það nafn komi fyrir í Brb. Guðbr. biskups (sbr. einnig 1861 og F.).
Geirmundarholt í Fbrs. IX er vafalaust rangt.
Krákustaðir. Krakastaðir í Fbrs. V, tvisvar (frumbréf á skinni,
en ekki vel áreiðanlegt í orðmyndum). Krákustaðir í Brb. Guðbr. I
(1575), Jb. 1696, A. M, manntalsbókum Skagafjarðarsýslu fyrir og
um 1800, Johnsen og 1861, og er að líkindum rétta nafnið.
Breiðá (Brœðraá). Breiðá, sbr. Grettissögu, vafalaust rétta nafnið,
en varð síðar Bræðrá (Bræðraá), sbr. Fbrs. V, IX, XI, A. M. o. fl.,
ef til vill eptir bræðrum þeim (Þórðum tveimur), sem þar bjuggu
og glímdu við Gretti á Hegranesþingi. Réttast að halda báðum nöfn-
unum.
Róðuhóll. Svo í Sigurðarregistri 1550 (Fbrs. XI), Br.bók Guðbr.
I (1575), Jb. 1696, A M., Johnsen og matsbókinni. í Fbrs. IX Róð-
hóll og optast svo í manntalsbókum Skagafjarðarsýslu um 1800
1861 hefur báðar myndirnar, sem auðvitað eru sama nafnið. önnur
mynd Rofhóll er í Fbrs. V, og jafnvel Rofahóll (Rovohvoll, Roofua-
holl) í Fbrs. III, þótt reyndar sé ekki fullvíst, að það sé þessi jörð.
En þótt Rofhóll (Rofahóll eða Hrófhóll, Hrófahóll) gæti verið upp-
runalega nafnið, og fullt eins líklegt og Róðuhóll, þykir þó ekki fært
að taka það upp gegn svo góðum heimiidum fyrir hinu.
Kappastaðir. Svo í Fbrs. II, III, V, A. M, Johnsen og 1861.
Johnsen getur þess, að prestur og hreppstjóri nefni Kambsstaði, og
svo gerir matsbókin, en fyrir því nafni eru engar gamlar heimildir.