Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 45
GRÖP í ÖRÆPUM
47
J'öðum, sem skiptu húsinu í þrennt eftir endilöngu. Langveggir voru
tíðast sveigðir út um miðju. Dyr voru ýmist á langvegg nær öðrum
enda eða á miðjum gaflinum, venjulega voru aðeins einar dyr á
húsinu, en stundum þó fleiri. Oft var langhúsinu skipt með þver-
veggjum, ýmist úr tré, torfi eða grjóti, í fleiri herbergi, en sjaldan
eða aldrei voru tvö eða fleiri hús byggð saman hlið við hlið, þannig
að innangengt væri á milli. Eldstæði var tíðast á miðju gólfi, oftast
langeldur, stundum nær öðrum gaflinum. Oft var fjós í öðrum enda
hússins og einkum hefur það orðið ofan á á Skotlandseyjum, en
á Norðurlöndum virðist það hafa verið enn tíðara fyrir víkinga-
öid3 4). Fjós, hlaða, búr og smiðja kann að hafa verið til allvíða,
en lítið er vitað um það, en t. d. á Jarlshof á Hjaltlandi voru þetta
sjálfstæð hús, dreifð um nágrenni langhússins10).
Árið 1939 gróf Márten Stenberger upp húsarústir þar sem heita
Snjáleifartóftir í landi Haga í Þjórsárdal10). Er trúlegt að þar hafi
verið byggt þegar á landnámsöld og ef til vill að bærinn Hagi hafi
upphaflega staðið þar, og þess má geta að næsti lækur fyrir innan
rústina, enn fjær þeim bæ, sem nú heitir Hagi, nefnist Hagalækur.
Undir öðrum rústum á staðnum var tóft, 16,25 m löng og 5,5 m
breið um miðju, en lítið eitt mjórri til endanna. Einar dyr voru
á syðri langvegg vestarlega og á miðju gólfi mjög stór langeldur.
Er hús þetta að öllu eins og vænta má að hús landnámsmanns væri,
og er ekkert því til fyrirstöðu, að þetta sé bær Þorbjamar laxa-
karls eða frá fyrstu áratugum 10. aldar.
Árið 1939 gróf Aage Roussell upp bæjarrústir fyrir vestan Ás-
ólfsstaði, þar sem heitir Skallakot17). Aðalhúsið á þeim bæ hefur
verið langhús, svipað því í Snjáleifartóftum, en miklu stærra. Tvenn-
ar dyr eru á suðurhlið hússins, og á norðurhlið nærri austurenda
liggja dyr inn í bakhús, og virtust húsin vera þrjú saman og gengið
úr einu húsi í annað, en notkun húsanna og raunar öll skipan þeirra
var mjög óljós og torræð, en það húsið sem næst var skálanum
virtist vera búr. Roussell telur líklegt, að þessi hús hafi verið byggð
við langhúsið, eftir að það var fullgert, og ræður það af frágangi
bakdyranna, sem liggja inn í búrið. 1 einu gólfinu var renna, sem
endaði annars vegar (neðri endi) í lítilli þró, að því er virðist innan
húss, en um hinn endann var óljóst. Undir skálanum eru einhverjar
byggingarleifar, en þær voru mjög lítið rannsakaðar. 50 sm fyrir
ofan gólfið í langhúsinu var hvíta öskulagið frá 1104. Þegar sú
aska féll, hefur tóftin verið algróin og veggir hafa aðeins sézt sem