Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Síða 61
GRÖF í ÖRÆFUM
63
Hlaða á Hofi í Öræfum, að öllu leyti gerð upp á sama hátt og lilaðan í Gröf
hefur verið. — A modern barn at Hof, of the same sliape and construction as
the mediaeval one at Gruf.
I Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu hafa fram á þessa öld verið
til sérstök hús til að þurrka í melkorn; þau nefnast sofnhús. Iíannes
Hjartarson lýsir sofnhúsi og þurrkunaraðferðum á þessa leið:
„Sofnhús var haft sem venjulegt fénaðarhús, nema hærri veggir,
og búin til kró í innri enda þess, þannig að hlaðinn var veggur
um þvert húsið og hafðar á honum dyr. Yfir þessa kró — iskammt
frá þaki hússins — vóru lagðar spýtur og á þær breiddar fláttur
og kornið látið ofan á þær. Er þetta nefnt sofnstæði. Undir þessu
var svo kynt bál og var eldiviðurinn látinn inn um dyrnar á þver-
veggnum, og séð inn um þær að ekki logaði svo hátt, að lifnaði
eldur í spýtunum og fláttunum. Þetta var kallað að kynda. Flátt-
urnar eru búnar til úr melstöngum". Verkunaraðferðin var annars
sú, að eftir að melurinn var fluttur heim var korninu náð úr stöng-
inni með því að berja melstöngum við láréttan staur. Þar næst var
komið þurrkað, éf unnt var, og síðan geymt fram á vetur, en þá
var venja að ■ þurrka það í sofninum. Eftir þurrkunina var því
hellt í troSslubyttu og tininn troðinn frá hýðinu með fótunum50).
Kornrækt fluttu landnámsmenn með sér til íslands, og var hún
stunduð hér á landi fram á 16. öld57). Flestir landnámsmanna komu
frá Noregi og Skótlandseyjum, en á þeim slóðum þroskast korn
sjaldan svo vel, að ekki þurfi að þurrka það við eld, áður en hægt
er að mala það, og víða, einkum á eyjunum, er ekki unnt að þreskja
kornið án þess að eldþurrka það fyrst. Það er því sjálfsagt að land-