Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Síða 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Síða 63
GRÖF í ÖRÆFUM 65 kjona í halla, svo að hægt sé að ganga beint inn á efri hæðina. Kylna er kornþurrkunar-útbúnaður, sem notaður er vestanfjalls og í Þrándheimi. Hún er oft talsvert minni en kjona, stundum aðeins stór kassi með eldstæði á botni en í loki fjalir með götum og rammi í kring, og er kornið breitt þar til þurrkunar. Stundum er kylna sérstakt steinhús með ofni á gólfi, en annar þurrkunarútbúnaður líkur því, sem í hinum minni. Kylna var einkum notuð til að þurrka malt. Á Jaðri heita lík hús torrehus. Þau voru áður með torfþaki og stíuð í tvennt. I stíunni var eldstæði með hellu yfir til að taka við neistum, og þvert yfir stíuna var lagður sams konar rammi sem í kylna, með götuðum fjölum í botni. Sonn var vanalega stía í húsenda, sem var annars smiðja eða eldhús. Á stíubotninum var reykofn af sérstakri gerð, sem var nefndur kjeringa. Þvert yfir stíuna voru lagðar fjalir — sonnfjöler — líkar fjölum í kylna, og á þær var maltið lagt, því sonn var einkum notaður til að þurrka malt. Fleiri tegundir af sonn voru að vísu til, en ekki svo frábrugðn- ar, að ástæða sé að lýsa þeim hér. Torn eða tonn hét maltþurrka vestanfjalls í Noregi. Það var lítið borghlaðið hús. I innri enda var iág stía og eldstæði líkt því sem í torrehus. Upp yfir stíunni voru mjóar fjalir eða spelir með nokkru millibili, og yfir spelina var lagður dúkur, ofinn úr taglhári; hann nefndist hæra eða tonn- 'plagg. Loks má nefna rya, sem var raunar allstór hlaða með ofni í, og voru bundinin með korninu í hengd upp í henni. Rya er balt- nesk að uppruna, en þar eð hún fluttist ekki til Noregs fyrr en á 17. öld, er ástæðulaust að ræða meir um hana hér04). Á Skotlandseyjum eru tvær tegundir kornþurrkunarhúsa algeng- astar og eru báðar nefndar kiln. Nafnið sonn eða soin var þó einnig til í hjaltlenzku, en ekki er mér kunnugt, hvort það þekktist einnig í orkneysku máli. Önnur tegundin, sem hér verður nefnd Hjalt- landssofn, er í laginu eins og kassi, sem venjulega stóð í einu horni kornhlöðunnar. Trjárenglur voru lagðar þvert yfir kassann, en yfir þær voru lögð strá og á þau var kornið breitt. Eldstæðið er í gafl- vegg kassans, sem er gjarnan hlaðinn úr grjóti og þéttur með leir; yfir eldinum er hella til að taka á móti neistum. Reykurinn frá eldinum fór inn í kassann og upp í gegnum kornið05). Þessi tegund af ldln var algengust á Suðureyjum og á Hjaltlandi norðanverðu, en sunnan til á Hjaltlandi og í Orkneyjum var annars konar kiln í notkun. Ilann verður hér á eftir nefndur Orkneyjasofn. Hann var sem allhár turn byggður við endann á hlöðu. Turninn var 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.