Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 63
GRÖF í ÖRÆFUM
65
kjona í halla, svo að hægt sé að ganga beint inn á efri hæðina.
Kylna er kornþurrkunar-útbúnaður, sem notaður er vestanfjalls og
í Þrándheimi. Hún er oft talsvert minni en kjona, stundum aðeins
stór kassi með eldstæði á botni en í loki fjalir með götum og rammi
í kring, og er kornið breitt þar til þurrkunar. Stundum er kylna
sérstakt steinhús með ofni á gólfi, en annar þurrkunarútbúnaður
líkur því, sem í hinum minni. Kylna var einkum notuð til að þurrka
malt. Á Jaðri heita lík hús torrehus. Þau voru áður með torfþaki
og stíuð í tvennt. I stíunni var eldstæði með hellu yfir til að taka
við neistum, og þvert yfir stíuna var lagður sams konar rammi
sem í kylna, með götuðum fjölum í botni. Sonn var vanalega stía
í húsenda, sem var annars smiðja eða eldhús. Á stíubotninum var
reykofn af sérstakri gerð, sem var nefndur kjeringa. Þvert yfir
stíuna voru lagðar fjalir — sonnfjöler — líkar fjölum í kylna, og
á þær var maltið lagt, því sonn var einkum notaður til að þurrka
malt. Fleiri tegundir af sonn voru að vísu til, en ekki svo frábrugðn-
ar, að ástæða sé að lýsa þeim hér. Torn eða tonn hét maltþurrka
vestanfjalls í Noregi. Það var lítið borghlaðið hús. I innri enda
var iág stía og eldstæði líkt því sem í torrehus. Upp yfir stíunni
voru mjóar fjalir eða spelir með nokkru millibili, og yfir spelina
var lagður dúkur, ofinn úr taglhári; hann nefndist hæra eða tonn-
'plagg. Loks má nefna rya, sem var raunar allstór hlaða með ofni
í, og voru bundinin með korninu í hengd upp í henni. Rya er balt-
nesk að uppruna, en þar eð hún fluttist ekki til Noregs fyrr en
á 17. öld, er ástæðulaust að ræða meir um hana hér04).
Á Skotlandseyjum eru tvær tegundir kornþurrkunarhúsa algeng-
astar og eru báðar nefndar kiln. Nafnið sonn eða soin var þó einnig
til í hjaltlenzku, en ekki er mér kunnugt, hvort það þekktist einnig
í orkneysku máli. Önnur tegundin, sem hér verður nefnd Hjalt-
landssofn, er í laginu eins og kassi, sem venjulega stóð í einu horni
kornhlöðunnar. Trjárenglur voru lagðar þvert yfir kassann, en yfir
þær voru lögð strá og á þau var kornið breitt. Eldstæðið er í gafl-
vegg kassans, sem er gjarnan hlaðinn úr grjóti og þéttur með leir;
yfir eldinum er hella til að taka á móti neistum. Reykurinn frá
eldinum fór inn í kassann og upp í gegnum kornið05). Þessi tegund
af ldln var algengust á Suðureyjum og á Hjaltlandi norðanverðu,
en sunnan til á Hjaltlandi og í Orkneyjum var annars konar kiln
í notkun. Ilann verður hér á eftir nefndur Orkneyjasofn. Hann
var sem allhár turn byggður við endann á hlöðu. Turninn var
5