Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 90

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 90
KRISTJÁN ELDJÁRN OG JÖN STEFFENSEN: RÆNINGJADYSJAR OG ENGLENDINGABEIN 1. Beinafundur, sögusagnir, dysjar. Vorið 1952 hringdi Guðmundur Jónsson, hreppsstjóri á Hofsós, til Þjóðminjasafnsins og tilkynnti, að fundizt hefðu mannabein við Höfðaá á Höfðaströnd. Hinn 1. júní sama ár kom ég á staðinn, hirti beinin og aflaði þeirrar vitneskju um fundinn, sem hægt var. Höfðaá rennur niður í Höfðavatn rétt sunnan við túnið í Höfða, og eru eyrar utan við hana, milli hennar og túnsins, en hár bakki sunnan við hana. Brúin yfir ána er alveg á nefinu eða horninu, sem verður milli þessa syðri bakka árinnar og bratts malarbakka, sem liggur suður með vatninu og samsíða því. Suður frá brúnni voru áður gamlar reiðgötur, og þar var unnið að lagningu nýs vegar haustið 1951. Var rutt upp í hann með jarðýtu og sótt all- langt uppeftir til þess að fá efnivið í fyllinguna, því að grunnt er á grjóti, yfirleitt ekki nema 50—100 sm. Jarðýtan sótti því hvergi djúpt, en flagaði ofan af allstóru svæði. Verk þetta var unnið seint um haust, og mjög brátt settist að með vetur og hríðar. En þegar snjóa leysti um vorið, sá Anton bóndi Jónsson í Höfða mörg mannabein á einum stað í frambrún vegarruðningsins. Hann hirti þau, sem laus lágu, en sá, að fleiri voru, og tilkynnti þá hrepps- stjóranum fund sinn. Hornið sunnan við ána heitir Melhorn. Áður en farið var að ryðja veginn, hafði verið þar lyngi vaxinn bali, sléttur að mestu. Einhverjar smávægilegar ójöfnur höfðu þó sézt þar, en ekki svo að neina sérstaka eftirtekt vektu eða þekkjanleg mannaverk væru á. Miklu af þessum bala ýtti jarðýtan upp á veginn, eins og þegar er sagt, og á því svæði hefur sjáanlega einhvers staðar verið gröf eða dys með beinum margra manna. Jarðýtan hefur tekið dysina með því sem í henni var og velt öllu saman fram af vegarbrún-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.