Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 94

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 94
96 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS stað og voru slegnir af ráðsmanninum staðarins og Skagfirðingum nær 80 eða fleiri á Höfðaströnd"1 2). Eftir þessari stuttaralegu frásögn Magnúsar prúða hafa seinni fræðimenn fróðleik sinn um tölu hinna föllnu, þótt ósennileg sé í sjálfu sér, en auk þess var Magnús að skrifa um 150 ára gamla atburði og það var málstað hans í hag að gera þennn sigur íslend- inga sem stórkostlegastan. Björn á Skarðsá tekur söguna upp eftir Magnúsi, en bætir því einu við, enda Skagfirðingur, að bardaginn hafi verið „á Höfðaströnd í Skagafirði, fyrir utan Mannslagshól, sem merki sér til, að dysjar eru af mönnum“. Hér eru Ræningja- dysjar nefndar í fyrsta sinn. Hjá Jóni Espólín er svo sagan loks alsköpuð og þannig hefur hún gengið þurrum fótum inn í kennslubækur í fslandssögu. fs- lendingar, undir forustu Hólaráðsmanns, fella 80 enska yfirgangs- seggi fyrir utan Mannskaðahól. Það eitt er nýtt hjá Espólín, að rekin hafi verið hross með klyfjum til að riðla flokki Englendinga-). Dysjar þær, sem Björn á Skarðsá nefnir fyrstur, eru nú kall- aðar Ræningjadysjar. í sambandi við þær er þjóðsagan um viður- eign landsmanna við ræningja, prentuð í íslenzkum þjóðsögum Ólafs Davíðssonar II, Akureyri 1939, bls. 7—8. Miklu fyllri er sagan í örnefnalýsingu í Þjóðminjasafni, skrifaðri eftir handriti Björns Jónssonar bónda í Bæ árið 1940. Þykir ekki úr vegi að birta þessa útgáfu sögunnar hér, einkum vegna þáttar Melhorns í henni: „Á landamerkjum Hóls og Vatns, niður við Höfðavatn, er Lamba- lautin; þar voru lömbin setin, þegar fært var frá. Rétt við veginn að vestanverðu, um landamerkin, eru Ræningjadysjarnar alkunnu, ein stór og tvær litlar. Skal hér sagt frá þeim munnmælum, sem nú eru sögð um dysjarnar. Enskir sjóræningjar komu einhverntíma í fyrndinni á skipi sínu og lögðu því undir Búðarbrekkur. Gengu þeir fjölmennir á land, fóru um Höfðaströndina, rændu fé því öllu, sem þeir náðu, mis- þyrmdu mönnum og spjölluðu konur. Einkum varð bóndinn á Mann- skaðahóli hart úti af framferði ræningjanna. Hann var í vinfengi við brytann á Hólum; sumir segja, að hann væri eitthvað tengdur honum. Gerði hann sér ferð inn til Hóla, og með aðstoð hans fékk 1) Alþingisbækur íslands I, bls. 437. 2) íslands Árbækur II. Deild, Annar þáttr, bls. 34. Espólín kennir atburðina við árið 1434, en það er rangt. Rétta ártalið hefur hann hins vegar í forn- leifaskýrslunni 19. maí 1818.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.