Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 105

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 105
RÆNINGJADYSJAR OG ENGLENDINGABEIN 107 komið heim við það, að sumar heimildir telja- dysjarnar fimm1). Það eru allar líkur til að tveir þessara manna (E2 og E4) hafi hlotið sár sín í bardaga; sárin eru þess eðlis, að þau séu veitt með bitru vopni, sennilega sverði frekar en exi, og bæði vinstra megin, en þeim megin munu högg tíðast hitta, þá rétthendir menn eigast við. Sennilega hefur hvorugur þessara manna látizt af áverkunum, sem þeir fengu, að minnsta kosti ekki E4. Tveir þessara manna hafa verið hálshöggnir (E2, E4 eða E5) og mjög líklegt, að það hafi einnig verið fyrirhugað hlutskipti E3. Sár hans, sem vafalaust hefur verið banvænt, er, eins og þegar er lýst, þannig að lagréttur flipi er sniðinn af hvirflinum, og hefur höggið komið aftan frá. Þennan áverka er naumast hægt að hugsa sér á annan veg en að maður hafi lotið fram, er hann hlaut hann; það gæti verið, að maðurinn hafi verið að forða sér undan högg- inu og verið á flótta, en ólíklegt finnst mér það, því sá er áverkann veitti hefur hlotið að standa á hlið við þann, er áverkann hlaut. Sennilegasta skýringin á áverkanum finnst mér, að maðurinn hafi hlotið hann á höggstokknum, annaðhvort fyrir handvönnn böðulsins eða að sökudólgurinn hefur hrevft til höfuðið um leið og höggið reið af. Hvort annað högg hafi verið greitt og það á réttan stað, verður ekki dæmt um, því efstu hálsliði vantar, utan banakringlu. En ef útiloka á hálshögg, þá þurfa að minnsta kosti 4 efstu háls- liðir að vera fyrir hendi. Hvernig sem þessu kann að vera varið um áverka E3, þá er kunn- ugt um dánarorsakir þriggja þessara fimm manna, sem beinin eru úr, en um dauðdaga hinna tveggja er ekki hægt að segja af bein- unum. Það sem öruggt má teljast í þessum málum er, að tveir mann- anna hafi verið hálshöggnir og tveir hlotið áverka í bardaga, en óvíst er, hvort nokkur þessara fimm hafi fallið í bardaga og ekki hægt að útiloka að þeir hafi allir verið hálshöggnir. Öllu sennilegra verður því, að hér sé um aftökustað að ræða, frekar en vígvöll er menn hafi verið dysjaðir á að loknum bardaga. Næst er þá að athuga, hvaða líkur séu fyrir því, að hér sé um erlenda menn að ræða, og þá sér í lagi Englendinga. I því augna- miði hef ég borið saman meðalmál þessara manna frá Höfða við 1) Kálund II, bls. 86. Heimildir um tölu dysjanna eru á reiki, og Kálund víkur mjög lauslega að þessu efni. Bersýnilega veit hann ekki, að Mannskaða- hóll er bær og heldur að nafnið sé örnefni á hól (,,höjen“).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.