Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 105
RÆNINGJADYSJAR OG ENGLENDINGABEIN
107
komið heim við það, að sumar heimildir telja- dysjarnar fimm1).
Það eru allar líkur til að tveir þessara manna (E2 og E4) hafi
hlotið sár sín í bardaga; sárin eru þess eðlis, að þau séu veitt með
bitru vopni, sennilega sverði frekar en exi, og bæði vinstra megin,
en þeim megin munu högg tíðast hitta, þá rétthendir menn eigast
við. Sennilega hefur hvorugur þessara manna látizt af áverkunum,
sem þeir fengu, að minnsta kosti ekki E4.
Tveir þessara manna hafa verið hálshöggnir (E2, E4 eða E5) og
mjög líklegt, að það hafi einnig verið fyrirhugað hlutskipti E3.
Sár hans, sem vafalaust hefur verið banvænt, er, eins og þegar
er lýst, þannig að lagréttur flipi er sniðinn af hvirflinum, og hefur
höggið komið aftan frá. Þennan áverka er naumast hægt að hugsa
sér á annan veg en að maður hafi lotið fram, er hann hlaut hann;
það gæti verið, að maðurinn hafi verið að forða sér undan högg-
inu og verið á flótta, en ólíklegt finnst mér það, því sá er áverkann
veitti hefur hlotið að standa á hlið við þann, er áverkann hlaut.
Sennilegasta skýringin á áverkanum finnst mér, að maðurinn hafi
hlotið hann á höggstokknum, annaðhvort fyrir handvönnn böðulsins
eða að sökudólgurinn hefur hrevft til höfuðið um leið og höggið
reið af. Hvort annað högg hafi verið greitt og það á réttan stað,
verður ekki dæmt um, því efstu hálsliði vantar, utan banakringlu.
En ef útiloka á hálshögg, þá þurfa að minnsta kosti 4 efstu háls-
liðir að vera fyrir hendi.
Hvernig sem þessu kann að vera varið um áverka E3, þá er kunn-
ugt um dánarorsakir þriggja þessara fimm manna, sem beinin eru
úr, en um dauðdaga hinna tveggja er ekki hægt að segja af bein-
unum.
Það sem öruggt má teljast í þessum málum er, að tveir mann-
anna hafi verið hálshöggnir og tveir hlotið áverka í bardaga, en
óvíst er, hvort nokkur þessara fimm hafi fallið í bardaga og ekki
hægt að útiloka að þeir hafi allir verið hálshöggnir. Öllu sennilegra
verður því, að hér sé um aftökustað að ræða, frekar en vígvöll
er menn hafi verið dysjaðir á að loknum bardaga.
Næst er þá að athuga, hvaða líkur séu fyrir því, að hér sé um
erlenda menn að ræða, og þá sér í lagi Englendinga. I því augna-
miði hef ég borið saman meðalmál þessara manna frá Höfða við
1) Kálund II, bls. 86. Heimildir um tölu dysjanna eru á reiki, og Kálund
víkur mjög lauslega að þessu efni. Bersýnilega veit hann ekki, að Mannskaða-
hóll er bær og heldur að nafnið sé örnefni á hól (,,höjen“).