Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Qupperneq 113

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Qupperneq 113
í ORMS GINI 115 að hann hafi kastað höndum til verksins. Handbragðið er frábær- lega öruggt, hver lína er hnitmiðuð, sagan virðist vera sögð af mikilli einurð og þrótti. Meðan þiljurnar voru heilar hefur engum getað dulizt, hver sagan að baki myndanna var. Kristján Eldjárn telur listaverkið vera nokkuð yngra en fjalirnar frá Flatatungu, og má það vel vera; það mun naumast vera öllu eldra en frá síðara hluta 12. aldar og má þó vera enn yngra. Samanborið við kyrr- stöðuna á Flatatungufjölunum er mikil hreyfing á þiljunum frá Bjarnastaðahlíð. Þetta er eðlilegt. Á Flatatungufjölunum er senni- lega einungis um myndir af Kristi og postulunum að ræða, en á þessum fjölum er verið að endursegja sögu. Mismunurinn á eðli myndanna skýrir þannig muninn á hlutverki þeirra. Helztu atriðin, sem sjást af þessum brotum, eru þau, sem nú verða rakin: Á tveim fjölum sést ormur eða dreki. Önnur myndin sýnir drekann vera að elta nokkra kuflklædda menn, sem reyna að forða sér undan (e), og á hinni hangir nakinn maður út úr gini drekans (j), og neðan við eru tveir kuflmenn (a). Á nokkrum fjölum sjást kuflklæddir menn (b, c, d, i, Jc, m). Á einni myndinni er hópur af kuflmönnum, á hinum eru færri. Allir kuflklæddu menn- irnir eru síðhærðir. Einn kuflmanna hefur klút yfir höfði. Þá sést á einu fjalabroti hópur af allsnöktu fólki, síðhærðu, sem togar í hárið hvert á öðru og gefur langt nef (<j). Á sömu fjöl eru margar grímur eða hauskúpur. Loks sjást á einni myndinni tveir fiskar eða hvalir og selur (/). Svo skýrar sem myndirnar eru, er þó örðugt að sjá með fullri vissu, hvað þær merkja. Brotin eru of sundurlaus til þess, að hægt sé að fullyrða um, hver sagan hafi verið, sem listamaðurinn notaði. Eins og áður er bent á, getur enginn vafi leikið á um það, að hér sé um kristna sögu að ræða. Búningur kuflmanna, drekinn og hóp- myndin af nakta fólkinu skera úr um það, svo að ekki verður um villzt. Kuflmenn gætu bent til þess, að sagan hafi átt að gerast í klaustri, þótt enginn sjáist þar krúnurakaður. Drekinn er auðsæi- lega erkióvinur mannkynsins, „hinn bjúgi ormur“, eins og Eysteinn Ásgrímsson kallar Satan á einum stað í Lilju. Og nakta fólkið á ef til vill að minna okkur á píslir annars heims. Þegar þetta er haft í huga, skilst betur, að myndirnar eiga ekki einungis að rekja sögu, þær eru einnig að flytja boðskap, vara menn við freistingum þessa heims og ógnum annars. Myndirnar eru því sambærilegar við sögur af helgum mönnum, sem ætlaðar voru til að skemmta fólki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.