Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 12
14
ÁRBÓK FÓRNLÉIFAFÉLAGSINS
síðari hluta 233a er á fyrsta hluta Cod. Scard. Ennfremur þetta: I
Cod. Scard. er meðal annars Tveggja postula saga Jóns og Jakobs,
skrifuð með hendi I, sem D. Slay kallar; með sömu hendi og eftir
sama forriti er þessi saga skrifuð í ÁM 653a 4t0, en forritið er ÁM
239 fol., og þar er Tveggja postula saga skrifuð af sama manni og
Skarðsbók. Hér bætast og við líkindakenndari röksemdir, svo sem
skyldleiki í stafsetningu og stafagerð.“ Ólafur Halldórsson komst
einnig að þeirri merkilegu niðurstöðu, að handritin ÁM 350 fol., Cod.
Scard., ÁM 233a fol., ÁM 653a 4to og ÁM 239 fol., hafi öll verið
skrifuð í klaustrinu að Helgafelli. Helgafellsklaustur var ekki langt
frá Skarði, og styrkir þetta enn meir þá tilgátu, að Ormur Snorrason
hafi látið gera Skarðsbók.
Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu við rannsóknir á lýsingu
Skarðsbókar, ÁM 233a fol., Biskupasögunum í Stokkhólmi Perg 5
fol., ÁM 226 fol., Codex Scardensis og fleiri handrita, að þau muni
sennilega öll lýst á sama stað og sum þeirra jafnvel af sama manni.
Verður það ekki rökstutt frekar í þessari grein. Teiknibókin í Árna-
safni, nr. 673a 4t0, er einnig ein af þeim bókum, sem ég álít, að lýst
hafi verið á þessum sama stað. Er margt mjög líkt með henni og
öðrum handritum þessa skóla, þar á meðal Skarðsbók, og sumt alveg
eins. Teiknibókin hefur verið eins konar forskriftarbók, og hefur
verið safnað í hana fyrirmyndum og munstrum, sumum mjög göml-
um. Er trúlegt, að fleiri slíkar bækur hafi verið til og upp í þær
tekið það, sem þótti vert að geyma og hafa til fyrirmyndar.
Teiknibókina nefni ég hér vegna þess, að í henni eru tvær fyrir-
myndir, sem líkjast gjöfurum. Á fol. 21v krýpur krúnurakaður
maður klæddur fóðraðri skikkju, og réttir fram lokaða bók (mynd
8), og á fol. llv krýpur einnig krúnrakaður maður í svipaðri skikkju
og réttir fram opna bók (mynd 9). Báðar þessar myndir gætu verið
forskriftir að gjöfurum, þó að „gjafararnir“ hér séu klæddir sem
munkar eða prestar. Það er mjög algengt í handritalýsingum mið-
alda í Evrópu, að skrifarinn eða maðurinn, sem samdi, þýddi eða
lýsti bókina, rétti hana fram til guðlegrar veru eða konungborinnar
persónu, en er sennilega sjaldnast hinn eiginlegi gjafari. Má taka
sem dæmi myndina af skrifaranum Herbert Dursens, þar sem hann
réttir postulunum Pétri og Páli bókina Commentaire des Psaumes
eftir Gilbert de la Porrée frá 12. öld (mynd 10). Munkurinn stendur
fyrir utan rými hinna helgu manna og er sýndur miklu minni en
þeir. Annað dæmi mætti taka af Pliníusi eldra, þar sem hann réttir
Títusi keisara verk sitt Naturalis historia í handriti frá 12. öld