Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 116
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. 29.118:2. Smástokkur. Báðar langhliðar úr beyki, annars
úr furu. Ferstrendur. Rennilok. Trénaglar og látúnsnaglar. L. 9,1.
Br. 5,3. H. um 5.
2. Trénaglarnir eru sumpart í þéttri röð. Langhliðarnar eru
nokkuð slitnar, annars er stokkurinn í góðu lagi. Greinilegt er, að
langhliðarnar eru af öðrum (og lengri) hlut. Ómálaður.
3. Útskurður á langhliðunum tveimur. Á annarri eru leifar af
ártali + röð af kílstungum. Á hinni eru 3 heilir og einn hálfur
höfðaletursstafur. Röð af kílstungum hefur víst verið ofan og neð-
an við, en aðeins ein er eftir. — Ekki vönduð vinna.
4. Leifarnar af ártalinu eru 181.
5. Stafirnir þik -f leifar af þeim fjórða.
6. Kuhn 1929: 4) Smástolclcur; hliðarnar tvær úr eldri útskorn-
um stokk (sennilega prjónastokk, — — —) ; nokkrir útskornir
höfðaletursstafir og ártalið 181? Frá gamalli konu á Akureyri; 15.
júní.
PRJÓNASTOKKAR
1. 27.13W.38. Prjónastokkur úr beyki, lokið úr furu; sneidd-
ur á hornum, svo að hann verður áttstrendur. Eintrjáningur. Renni-
lok. L. 34,5. Br. 4,7. H. 4,8.
2. Nokkuð slitinn og flísar dottnar úr. Viðgerður þannig að
smástykki eru negld á brúnina. Ómálaður.
3. Útskurður á öllum flötunum nema botninum. Á endunum
er aðeins rist strik, sem fylgir brúnunum (sem hér eru sneiddar
hver fyrir sig, svo að línan (strikið) samanstendur af 8 bogum).
Skáfletirnir fjórir eru hver í sínu lagi með bekk úr mjög einföldum
„snúnum böndum“, og hver hliðarflötur er með bylgjuteinung, er
verkar sem upphleyptur. Hver öðrum líkir. Mjög einhæfur bylgju-
teinungur með uppvafða grein með hvössum blaðflipa í hverri
bylgju og kringlóttum úrhvelfdum blaðflipa í hverjum krók. Við
hina síðarnefndu er alls staðar þverband yfir stönglana, gert af
einu ristu striki með nokkrum smærri skurðum hornrétt á það. Ann-
ars engin nánari útfærsla. Á lokinu er röð af kílstungum með hvorri
brún. Stór naglskurður til þess að taka í, en á hinum endanum er rist
strik, sem endar með uppvafningi og meðfram því eru nokkrar
þríhyrndar skipaskurðarstungur. Á miðreitnum er áletrun með inn-
ristum latneskum bókstöfum. — Vinna í meðallagi.