Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 120
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. Útskurður á öllum hliðum. Á lokinu er höfðaleturslína, á
botninum anno og innrist ártal. Á endunum er kross af ristum
tvöföldum strikum (horna í milli á báða vegu) og kílstunga í hverj-
um þríhyrninganna fjögurra. Á langhliðum eru flatir upphleyptir
teinungar, mikið til eins báðum megin. Spretta upp í einu horn-
inu. Stönglarnir eru um einn sm á breidd. Innri útlínur, þverbönd
þar sem greinar kvíslast. 1 hverri bylgju er grein, sem endar með
tveimur uppundningum. Á hverjum „öldufaldi“ (og í hverjum
„öldudal") er langur skurður eftir miðjum stönglinum, svo að hann
sýnist vera klofinn í tvennt. — Vinna í meðallagi.
4. A N: 1827.
5. gudbiörgmagn.
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (315).
Frumsk.: 315. prjónastokkur, — — — hinn 6.9., frá Króki á
Rauðasandi.
1. 27.134:217. Prjónastokkur úr furu, ferstrendur með sneidd-
um hornum. Eintrjáningur. Rennilok. L. 34. Br. 2,9. H. 3,3.
2. Nokkrar smáflísar vantar, annars óskemmdur. Ómálaður.
3. Ein áletrunarlína á hvorri langhlið, ein á lokinu og ein á
botninum. Einstakir stafir eru vel gerðir, en bilið milli þeirra
mjög mismunandi, heildaráhrifin því ekki sem bezt.
4. f leturlínunni á botninum stendur aftast með latneskum bók-
stöfum, flatt upphleyptum, anno 1827.
Á lokinu, framan við höfðaleturslínuna, er skorið 18, en aftan
við hana 87. Áletrunin á lokinu er með allt öðruvísi stöfum og ef-
laust annars manns verk en á stokknum sjálfum.
5. Á stokknum: uertubædiuökogblu
duafiniesuörstandi
hæouoþads anno 1827
Á lokinu: 18 elin eledosdottir 87
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel. (Með blýanti innan á
lokinu: 327.)
Frumsk.: 327. prjónastokkur,----------hinn 11.9., frá Gufu-
dal í Gufudalssveit.
Vísan á stokknum er þessi:
Vertu bæði í vöku og blund
vafin Jesú örmum,
standi hver hans æð og und
opin þér á dauðastund.