Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 69
UM SKINNSAUM
71
2. mynd. Hluti af skinnsaumsboröa (Þjrns. 55J/ a). Ljósm.: Gísli Gestsson.
Rangárvallasýslu. Um hann skrifaði Sigurður Vigfússon í skýrslu
safnsins: „Partur af skinnsaumsleggingu framan af hempu; hún er
þannig gjörð, að eptir miðjunni ganga rósahnútar samfastir, með
gömlu lagi mjög fallegu; þeir eru opnir innan, en á milli þeirra er
saumað allt með smáaugum; þessi saumur er vel gjörður, og er alt
saumað með svörtum þræði. Þessi skinnsaumslegging er með laufa-
skurði öðru megin, og það sem nú er til af henni, er 16 þuml. á
lengd, en 4 þuml. á breidd; hún er útveguð af frú Hólmfríði Þor-
valdsdóttur sál. í Reykjavík."5
Búturinn er úr svarbrúnu, z-spunnu og s-tvinnuðu togbandi, og
er lengd hans 38 sm, breidd án laufa 6,5—7 sm, en með laufum mest
10,2 sm. Á honum eru alls níu rósahnútar, en laufin utan á honum
eru sex. Kríluð bönd mynda munstur borðans, samföstu rósahnút-
ana, og umgerð; milli þeirra eru kappmellaðir grunnar, og á annarri
hlið borðans eru þríhyrnd lauf, einnig kappmelluð (3. mynd).
Böndin eru kríluð á fimm þáttum eins og böndin í borðunum Þjms.
554 a,b. Þau eru lítið eitt stórgerðari í umgerðinni (breidd um 0,6
sm) en í munstrinu (breidd um 0,4 sm). Grunnarnir og laufin eru
kappmelluð með hnappagataspori; liggja sporin tvö og tvö saman í