Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 130
132
ÁRBÓK FÓRNLEIFAFÉLAGSINS
fremur óvenjulegt skrautverk. í miðjunni dálítið lækkaður kringl-
óttur reitur með sveipstjörnu. Þar fyrir utan kílskurðarkrans og
nokkrar tungur með skorum til skrauts. Út frá þeim fjórir lægri
sléttir fletir með skreyttum bilum á milli. Skreytið við totuna mætti
helzt kalla teinungamunstur, en annars staðar eins konar tungur
með þverböndum. — Verkar vel í heild, en ekki sérlega nákvæm-
lega unnið.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (306).
Frumsk: 306. lok af aski,-------með handarhaldi;----------
hinn 5.9., frá Sveini Magnússyni, Lambavatni, Rauðasandi.
7. Frumsk.:-------— að sögn Sveins Magnússonar, sem er 78
ára, var askurinn um 70 ára gamall.
1. 27.1Sh:U9. Asklok úr furu. Venjulegt lag, tota fremst. Dá-
lítill knappur festur á í miðjunni. Mesta haf (með totu og hlýr-
um) 20,4. H. (með knappi) um 3,3.
2. Dálítið slitinn og flaskað úr við barminn. Ómálaður.
3. Útskurður á efra borði. Á hvorum hlýra er skárúðubekkur.
Á ferhyrnda reitnum framan við hlýrana eru krákustígsbönd milli
kílskurða og auk þess raðir af smáum naglskurðum. Á reitnum
við totuna eru ristar bjúglínur, „bátskurðir“, þríhyrndar skipa-
skurðarstungur, krákustígsbönd milli kílstungna (samhverft fyrir
komið). Svipað á reitunum næst hlýrunum báðum megin. Milli þess-
ara reita er langur, óskreyttur, lítið eitt lækkaður kafli hvorum
megin á lokinu. 1 miðju (auk áðurnefnds knapps) er stór skipa-
skurðarstjarna, tólfblaðarós, með talsvert stóra kílstungu í bilum
milli blaða og krans af blöðum, „bátskurðum", utan um. Kílstungu-
röð með brúninni allt í kring. — Heildaráhrifin góð. Stærstu munstr-
in eru bezt gerð (12-blaðarósin og bekkirnir á hlýrum). Ónákvæmni
í smærri atriðum.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (307).
Frumslc.: 307. lok af aski,--------að sögn Sveins Magnús-
sonar---------meira en 70 ára.---------hinn 5.9., frá Sveini Magn-
ússyni, Lambavatni, Rauðasandi.