Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 94
dé
ÁRBÓK FÖRNLÉIFAFÉLAGSINS
Frá Vlkingavatni.
vatnsbökkum, og er vatnið víðast grunnt næst landi, en dýpkar
smámsaman, en misjafnlega mikið, sumstaðar allt upp í mjaðmar
dýpi fjærst landi. Breidd stararflaganna út frá landi er mjög mis-
jöfn, sumstaðar aðeins fáir metrar, en annars staðar allt upp í
100 metra. Slegið var í beinum skárum út frá landi, þvert á breidd
flögunnar. í sumum flögunum, og þó ekki víða, var grasið svo þétt
og hávaxið, að ógerlegt var að slá í skárum, og varð þá að slá í
hálfskærum, eins og það var kallað, þannig, að ljárinn flutti grasið
frá óslægjunni í stað þess að flytja það að henni í annaðhvort sinn,
eins og gert er í skáraslætti. Varð þá sláttumaðurinn að vaða, án
þess að slá, annaðhvort frá landi eða að landi, eftir því á hvorum
enda flögunnar var byrjað, til þess að taka næstu hálfskæru.
Eins og allir sláttumenn kannast við, flytur ljárinn grasið sam-
an í múga, en sumt verður þó eftir, og var það rakað með hrífu
að múganum og kallað að raka utanað, og var þessi utanaðrakstwr
oft unninn af konum eða unglingum. Að loknum utanaðrakstri var
tekinn fyrir hluti af skáranum, eða hálfskærunni, sá sem næstur