Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 73
UM SKINNSAUM
75
7. mynd. Teikning eftir Sigurð Guömundsson málara l Þjóðminjasafni lslands.
Ein konan vefur band á fæti sér.
II. Fótofin og krílnö bönd.
Svo sem fram hefur komið, voru við gerð skinnsaumsborða notuð
fótofin og kríluð bönd. Þykir rétt að gera þessum böndum nánari
skil, áður en lengra er haldið.
Fótvefnaður.
Fótofin bönd voru áður fyrr mikið notuð hér á landi, t. d. í sokka-
bönd.12 Er fótvefnaði lýst sem hér segir: „Sumar konur, sem ekki
kunnu að spjaldvefa eða höfðu ekki tæki til þess, ófu sokkabönd
við fót sér. . . . ófu þær þannig, að þær brugðu uppistöðunni ofan
fyrir fót sér, en héldu í hinn endann með vinstri hendi, gerðu skilið
á með nokkrum spottum, er þær kölluðu höföld, og ófu svo áfram.“13
Lýsing þessi kemur vel heim við eftirfarandi: „Einnig tíðkaðist að
vefa óvandaðri bönd við fót, sem kallað var, vegna þess að affell-
ingarenda slöngunnar var brugðið um annan fótinn. Voru þá notuð
eins konar höföld, sem kippt var í með hendi til að mynda skilið, og