Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 22
24
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
víða í þeim kynstrum, sem rituð hafa verið um fund Grænlands,
landnámið og búsetu íslendinga þar, fullyrt, hvaða gerð skipa hafi
verið í landnámsleiðangrinum sumarið 986. En um þetta atriði ber
mönnum lítt saman. Sumir nefna langskip,1 aðrir knerri2 og enn
aðrir haffæra byrðinga eða skútur.3 Enginn hefur orðið til þess að
varpa fram þeirri spurningu, hvort breiðfirzkir fiski- og farmabát-
ar hefðu ekki getað komið til greina í þessa ferð. Mér virðist sú
spurning ekki fjærstæðukenndari en svo, að ég hef talið vert að at-
huga lítillega, á hvern hátt mætti svara henni með hliðsjón af heim-
ildum úr íslenzkri sögu og vitneskju um staðháttu og þjóðlíf á
Vesturlandi.
Þar sem víkingaskipin, sem grafin hafa verið úr jörðu, eru ekki
talin til langskipa,4 er vitneskja vor um langskipin því eingöngu úr
rituðum heimildum. Oft var farið á langskipum frá Noregi til Hjalt-
lands og Orkneyja, en lengra norður var þeim ekki treyst, eins og
t. d. til Færeyja, þar sem stormar og straumar eru oft stríðir.5
Ennfremur er þess beinlínis getið, að langskipum hafi ekki verið
fært til íslands.6 Sú virðist einnig hafa verið raunin, því að lang-
skips er aðeins tvívegis getið á íslandi, í annað skiptið í bvrjun
elleftu aldar,7 en í hitt sinnið árið 1288.8 Þótt frásögnin af báðum
þessum skipum væri rétt, er hér um að ræða undantekningar, og
verður því að hafa fyrir satt, að Islendingar hafi ekki notað lang-
skip hér við land né í ferðum sínum milli íslands og annarra landa.
Þar með vil ég ekki staðhæfa, að eigi hafi mátt fara á langskipi
til Grænlands að sumarlagi.
Knörrinn er skipið, sem landnámsmennirnir koma á til íslands,
og hann verður einnig kaupfarið næstu aldirnar. Hans er ákaflega
víða getið í ísl. fornritum og örnefni mörg á íslandi eru kennd við
knörrinn, en þrátt fyrir það vitum vér harla lítið um gerð hans
og stærð, sízt með nokkurri nákvæmni. Fróðleikurinn, sem ritaðar
1 Jón Dúason: Landkönnun og landnám Islendinga í Vesturheimi I, Rvík 1941, bls.
409.
2 A. W. Brogger og H. Shetelig: Vikingeskipene, Oslo 1950, bls. 286; Sverre Steen:
Fartoier i Norden i middelalderen. Nordisk Kultur XVI, 1934, bls. 290; og víðar.
3 Helge Ingstad: Landet under leidarstjernen, Oslo 1959 bls. 12.
4 A. W. Brogger og H. Shetelig: Vikingeskipene, bls. 193.
5 Fornmanna sögur, Kaupmannahofn 1825—1835, II, bls. 107.
6 Sama XI, bls. 182.
7 Isl. fornrit XI, bls. 316.
8 Skálholtsannáll, sjá Islandske Annaler indtil 1578, Chria 1888, bls. 196.