Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 115
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
117
1. 27.13i:71. Smástokkur úr furu, ferstrendur. Stokkurinn sjálf-
ur eintrjáningur. Rennilok. L. 12,5. Br. 4,2. H. 4,1.
2. Nokkrar minni háttar sprungur. Annars óskemmdur. Ómál-
aður.
3. Höfðaleturslína á langhliðum og loki. Á lokinu er einnig stór
,,naglskurður“ til þess að taka í og dálítill bekkur með smástungum.
Á öðrum gafli eru hornalínur dregnar með ristum tvöföldum strik-
um. í þríhyrningum þeim, sem þannig myndast, eru stórir kíl-
skurðir. Á hinum gaflinum er rósetta, nánast eins og fjórblaða
skipaskurðarrós með minni tungulaga blöðum milli aðalblaðanna.
— Ekki sérlega vönduð vinna.
4. Ekkert ártal.
5. (Enginn hægðarleikur að ráða áletrunina, enda er það ekki
gert í safnskránni eða frumskrá Kuhns).
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (78).
Frumslc.: 78. stokkur,--------hinn 4.7. frá Kvíum í Jökul-
fjörðum.
1. 27.13U:72. Tigulstokkur úr furu (hliðarnar eru tigullaga).
Rennilok í tveimur af smærri hliðunum, annars gerður úr heilu. Mesta
lengd 14,2. Mesta br. 7,1. H. 5.
2. Flísað úr á stöku stað, ein sprunga. Bláleitur, líklega af bleki?
Ómálaður.
3. Höfðaleturslína á öllum sex flötum. Á stærstu flötunum tveim-
ur er einnig dálítið skorið meðfram letrinu (eins báðum megin) ;
bæði ofan og neðan við línuna er nánast svo sem lítið þrískipt
blað (ellegar lítil pálmetta), með stall í brún miðblaðsins og ,,bát-
skurð“ í hvoru hliðarblaði. Auk þess nokkrir ,,naglskurðir“ og þrí-
hyrndar skipaskurðarstungur. Báðum megin við áletrunina er lóð-
rétt krákustígsband milli kílstungna + dálítið munstur af „nagl-
skurðum" með einni þríhyrndri skipaskurðarstungu. — Laglegt
verk.
4. Ekkert ártal.
5. Áletrunin: ing ibi org pal sdot tira.
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel. (162).
Frumsk.: 162. tigulstokkur,----------hinn 20.7., frá Reykj-
arvík í Bjarnarfirði. Þessi Ingibjörg er móðir konunnar, sem átti
stokkinn og nú er yfir sextugt.