Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 76
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
a b c d e
9. mynd. KríluÖ bönd; a,b: á jimm þáttum, c,d,e: á sjö þáttum; b, d: úr tveimur
litum, e: úr sjö litum. b: unniö af Halldóru Bjarnadóttur, a,c,d,e: gerö af höfundi.
Ljósm.: Gísli Gestsson.
Meðfylgjandi mynd (9. mynd) sýnir bönd kríluð á fimm og sjö
þáttum.
Fá gögn hefur tekizt að finna um kríluð bönd utan íslands. Þó
kemur fram, að band, krílað á fimm þáttum, er varðveitt með um-
búðum af helgum dómi í dómkirkjunni í Turku og annað, krílað á
fjórum, í skríni Eiríks helga í Uppsölum;26 munu bönd þessi bæði
vera frá miðöldum. Frá þessu tímabili, nánar til tekið frá fjórtándu
öld, er útsaumuð pyngja (aumoniere) með kríluðum hneppslubönd-
um. Pyngja þessi er ef til vill gerð í Rínarlöndum, en er nú í Cluny-
safni í París. Þá virðist, eftir mynd að dæma, sem krílað band
sé á útsaumaðri pyngju enskri frá því snemma á sautjándu öld.27
Ofantalin bönd eru öll úr silki. Kríluð bönd, bæði breið og mjó og,
að því er virðist, ýmist úr hör eða vírþráðum og silki, má sjá á
beizlum í Nordiska Museet í Stokkhólmi, meðal annars einu frá
seinni hluta sautjándu aldar, er var hluti af gjafasendingu frá Loð-
víki 14. til Karls 11. Svíakonungs.28 í Dölunum í Svíþjóð voru breið
kríluð bönd, úr fimmtán þáttum, notuð í bakpokabönd snemma á
þessari öld. Unnu fjórir að bandinu í einu, þrír kríluðu sín í milli,
en sá fjórði lagfærði brugðningarnar. Þetta verk var nefnt att
slinga.20
Gleggstu heimildir um kríluð bönd eru frá Finnlandi. f Þjóðminja-
safni Finna í Helsinki er talsvert safn krílaðra banda frá ýmsum
héruðum landsins, sum úr mislitu ullarbandi, sum úr hvítu bómull-
argarni, kríluð á fimm og sjö þáttum.80 1 riti um finnsk bönd eru
sýndar myndir af kríluðum böndum, en aðferðinni er ekki lýst.31 1
öðru finnsku riti mun vera drepið á þessa aðferð,32 en ýtarleg