Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 95

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 95
VATNSBÆJA-ENGI 97 var landi, mislangur eftir grasmagni og þreki verkamannsins, og ýtt að landi, eða upp á land, síðan var næsti hluti skárans tekinn á sama hátt og ýtt að fyrstu ýtunni, og svo hver af öðrum, þar til allur skárinn var kominn í ýtur upp við land. Ef fleiri menn voru í samverki, svo sem oftast var, gengu þeir saman tveir til þrír á ýturnar og ýttu þeim á undan sér upp á þurrt land. Var þetta eitt af allra erfiðustu verkum við votheyskapinn og ekki ætlandi öðrum en fullþroskuðum karlmönnum. Við þetta verk voru notaðar svonefndar ýtuhrífur, sem voru miklu efnismeiri og sterkari en venjulegar hrífur. í sumum stararflögum var góður botn sem kallað var, þ. e. a. s. sléttur og harður sandbotn, en aldrei var grasið þétt þar sem svo hagaði til. Annars staðar, þar sem gróður var þéttur og þroska- mikill, var grasrótin svo samfelld, að hún hélt manni uppi, þótt undir henni væri þykkt lag af leir (sennilega kísilgúr) og rotnuðum jurtaleifum. Víða voru þó ógrónar rotskellur og engar rætur til að halda manni uppi, og sökk maður þá niður gegnum eðjuna á fast- an sandbotn, sem alls staðar var undir henni. Kom þá fyrir, að annar fótur manns hvíldi á rótartodda í fetsdýpi eða minna frá vatnsyfirborði, en hinn fóturinn í mjaðmardýpi. Enn var það til, að leireðjan var svo þykk (2—3 fet), að hún náði næstum upp að yfirborði vatnsins, og væri þar ekki jafn og samfelldur gróður, varð að vaða gegnum þykka og límkennda eðjuna. Gaus þá upp megn óþefur af rotnuðum j urtaleifunum. Mjög var erfitt að vinna þessar rotflögur, sérstaklega að ýta skárunum yfir gróðurtoddana, en verkamaðurinn hálf-fastur í roteðjunni. Oft kom það fyrir, að þar sem í ár var þétt og samfelld grasrót, voru næsta sumar komnar miklar rotskellur, sem ekki greru upp að fullu fyrr en eftir nokkur ár. Eftir að búið var að ýta upp störinni, var grasið borið í fanginu á þurrkvöll og dreift til þerris, og var það mjög erfitt verk. Víða var samt svo raklent nærri ýtunum, að ógerlegt var að koma heyinu í flekk á þennan hátt. Varð þá að leggja það á reipi, draga í hagldir og hnýta hlassinu í trékefli, sem fest var á báðum endum með aktaugum í aktygi hesta, sem síðan drógu það þangað sem jarðvegur var nægilega þurr, og grasinu síðan dreift í hæfilega þykkan flekk. Þetta var kallað að draga upp hey eða uppdráttur. Upp úr aldamótunum komu í verzlanir á Húsavík heykvíslar þrí- arma, sem reyndust hið mesta þarfaþing, sérstaklega við vothey- skapinn, og þykja nú ómissandi á hverju heimili við heyskapar- 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.