Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 28
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bana ekki einungis haffært skip með rá og reiða heldur jafnframt
öllum fjárhlut, þ. e. varningi, sem skipið gat borið. Höfundur Lax-
dælu lýsir skemmtilega, hvernig það atvikast, að Þorkell er stór-
tækur í útlátum á borð við konunga og jarla. Guðrún Ósvífurs-
dóttir og Þorkell ræðast þannig við: — „Vil eg“, segir hún, „að þú
gefir honum (þ. e. Gunnari) skipið og þar með þá hluti, sem hann
má eigi missa að hafi“. Þorkell svarar og brosti við: „Eigi er þér
lítið í huga um margt, Guðrún“, segir hann, „og er þér eigi hent at
eiga vesalmenni;---------Skal þetta gert eftir þínum vilja".1 Höf-
undi er annt um, hér sem víðar í sögunni, að ekki dyljist, hve Guðrún
var kona stórbrotin og stórráð og að bóndi hennar var á sína vísu
ekki minni í sniðum en Haraldur Gunnhildarson konungur, sem
hafði gefið Ólafi pá knörr ásamt viðarfarmi.2 — Þegar Gunnar
veit um gjöfina, kveðst hann aldrei muni verða svo langhendur, að
hann fái launað þeim hjónum.3
Víðar sér þess merki, að stórmannlegt þótti hér á landi að gefa
haffært skip.4 Ólíklegt er, að það hafi farið fram hjá höfundum
íslendinga sagna, og þess vegna gæti tilhneigingar hjá þeim til
þess að auka á reisn söguhetjanna með því að bendla þær að til-
efnislausu við slíkar gjafir.
V.
Þótt skipakaup íslendinga á söguöld hafi ekki verið mikil og skipa-
gjafir mun fátíðari en ráða má af sögunum, var þó allstór hópur
manna í siglingum og nokkur hluti hans jafnan á erlendum kaup-
förum. Fargæfa þótti órækt lánsmerki, hún boðaði oftast mikinn
feng. Víkingaferðir og rán þótti þó meiri karlmennskuraun og ábata-
vænlegri en kaupmennska, eða eins og það er orðað í Svarfdælu:
„Þykja mér kaupferðir vera manni meir til prýði og ágætis en til
hreysti".5
Oddur Ófeigsson frá Reykjum óx svo af sjálfum sér, að hann eign-
aðist tvo knerri og hafði í förum. Lýsing Bandamannasögu á ferli
1 Isl. fornrit V, bls. 203.
2 Sama, bls. 60.
■3 Sama, bls. 204.
4 T. d. Isl. fornrit III, bls. 317—318.
5 Sama IX, bls. 133.